Dvöl - 01.07.1938, Blaðsíða 71

Dvöl - 01.07.1938, Blaðsíða 71
D V Ö L 229 því yfirleitt vel þar, sem þær njóta þess í ríkum mæli. Merkur rithöfundur hefir lýst uppruna risatrjánna á þessa leið: „Risatréð (Sequoia gigantea) er meistaraverk náttúrunnar. Það er elzti lifandi hlutur, sem til er á hnettinum. Það er komið út af gömlum ættstofni. Leifar í forn- um jarðlögum bera vott um það og forfeður þess hafa þá búið við ioftslag ólíkt því, sem nú ger- ist. Risatréð hefur erft beztu eig- inleika fornaldartrjánna. Einusinni voru ættfeður þess algengir í hinum eyðilegu landshlutum kulda- beltisins, um miðbik Norður-Ame- ríku og Evrópu. Þar blómguð- ust margar tegundir af þeim. En á langri, viðburðaríkri leið úr einu loftslagi í annað, hafa tvær tegundir lifað af hrakningana, sem þær áttu við að stríða". Þjóðgarðarnir liggja 15—2500 m. yfir sjávarflöt, en þrátt fyrir það vaxa þar fleiri trjátegundir en risafururnar. Allsstaðar er landið gróðri vafið, að undanskildum hæstu fjöllum, enda er blómskrúð þar víða mikið og fjölbreytt. í görðunum er fullt iaf allskonar fuglum og ferfætlingum. Menn hafa séð þar 160—170 fuglateg- undir, allt frá minnstu kolibrum og til stærstu gamma. Þegar kem- ur fram á vorið færist líf og fjör í páttúrunia í þjóðgörðunum. Fuglar safnast þangað svo hundruðum þúsunda skiftir „með fjaðraþyt og söng“. Við komu þeirra verða skógarnir að nokkurskonar fugla- borg. Margar tegundir gera sér hreiður í greinum risatrjánna. Aðrir setjast að í kjörrum og blómskreyttum brekkum og söng- ur iOg kvak heyrist úr öllum átt- um. Spendýr, sem ekki geta dvalizt yfir veturinn innan takmarka garð- anna vegna snjóa og kulda, færa sig þangað, þegar jörðin er orðin alauð og gróður lifnar. Alls hafa fundizt þar 56 tegundir villtra spendýra. Þar eru rándýr, klauf- dýr, nagdýr, skordýraætur o. fl. Þar eru margar þúsundir dju-a af hjartarkyni, og nagdýr eru þar í milljóna tali. 6—800 skógarbirnir halda sig í görðunum allt árið o. s. frv. „Fiskar vaka þar í öllum ám“ og stöðuvötnum. Af bergvatns- fiskum eru þar 9 tegundir. Sumir hafa verið fluttar þangað, til tírng- unar, sem ekki voru þar fyrir. Fiskarnir eru einu dýrategundirnar í görðunum, sem leyft er að veiða, en þó með þeim takmörkunum, að engan fisk má veiða minni en 20 cm. og ekki fleiri en 20 fiska á dag. Engum manni yngri en 18 ára er leyft að veiða þar fisk. í öllum þjóðgörðum og frið- lýstum svæðum í Bandaríkjunum og annarsstaðar, er allur jurta- gróður og villt dýralíf stranglega friðað og verndað. Brot á settum lögum og reglum, sem snerta frið- unina, varða burtrekstri úr frið-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.