Dvöl - 01.07.1938, Blaðsíða 71
D V Ö L
229
því yfirleitt vel þar, sem þær
njóta þess í ríkum mæli.
Merkur rithöfundur hefir lýst
uppruna risatrjánna á þessa leið:
„Risatréð (Sequoia gigantea)
er meistaraverk náttúrunnar. Það
er elzti lifandi hlutur, sem til er
á hnettinum. Það er komið út af
gömlum ættstofni. Leifar í forn-
um jarðlögum bera vott um það
og forfeður þess hafa þá búið
við ioftslag ólíkt því, sem nú ger-
ist. Risatréð hefur erft beztu eig-
inleika fornaldartrjánna. Einusinni
voru ættfeður þess algengir í
hinum eyðilegu landshlutum kulda-
beltisins, um miðbik Norður-Ame-
ríku og Evrópu. Þar blómguð-
ust margar tegundir af þeim. En
á langri, viðburðaríkri leið úr
einu loftslagi í annað, hafa tvær
tegundir lifað af hrakningana, sem
þær áttu við að stríða".
Þjóðgarðarnir liggja 15—2500
m. yfir sjávarflöt, en þrátt fyrir
það vaxa þar fleiri trjátegundir en
risafururnar. Allsstaðar er landið
gróðri vafið, að undanskildum
hæstu fjöllum, enda er blómskrúð
þar víða mikið og fjölbreytt. í
görðunum er fullt iaf allskonar
fuglum og ferfætlingum. Menn
hafa séð þar 160—170 fuglateg-
undir, allt frá minnstu kolibrum
og til stærstu gamma. Þegar kem-
ur fram á vorið færist líf og fjör í
páttúrunia í þjóðgörðunum. Fuglar
safnast þangað svo hundruðum
þúsunda skiftir „með fjaðraþyt og
söng“. Við komu þeirra verða
skógarnir að nokkurskonar fugla-
borg. Margar tegundir gera sér
hreiður í greinum risatrjánna.
Aðrir setjast að í kjörrum og
blómskreyttum brekkum og söng-
ur iOg kvak heyrist úr öllum átt-
um.
Spendýr, sem ekki geta dvalizt
yfir veturinn innan takmarka garð-
anna vegna snjóa og kulda, færa
sig þangað, þegar jörðin er orðin
alauð og gróður lifnar. Alls hafa
fundizt þar 56 tegundir villtra
spendýra. Þar eru rándýr, klauf-
dýr, nagdýr, skordýraætur o. fl.
Þar eru margar þúsundir dju-a af
hjartarkyni, og nagdýr eru þar í
milljóna tali. 6—800 skógarbirnir
halda sig í görðunum allt árið o.
s. frv.
„Fiskar vaka þar í öllum ám“
og stöðuvötnum. Af bergvatns-
fiskum eru þar 9 tegundir. Sumir
hafa verið fluttar þangað, til tírng-
unar, sem ekki voru þar fyrir.
Fiskarnir eru einu dýrategundirnar
í görðunum, sem leyft er að veiða,
en þó með þeim takmörkunum,
að engan fisk má veiða minni en
20 cm. og ekki fleiri en 20 fiska
á dag. Engum manni yngri en 18
ára er leyft að veiða þar fisk.
í öllum þjóðgörðum og frið-
lýstum svæðum í Bandaríkjunum
og annarsstaðar, er allur jurta-
gróður og villt dýralíf stranglega
friðað og verndað. Brot á settum
lögum og reglum, sem snerta frið-
unina, varða burtrekstri úr frið-