Dvöl - 01.07.1938, Blaðsíða 14

Dvöl - 01.07.1938, Blaðsíða 14
172 DVÖL Reykvíking nýs tíma. Hann var þess alsannfærður að fjarlægðin frá öðrum löndum var okkar mesta mein. Hann vissi að lausn- arorðið fyrir kotungsþjóðina var: „opið land“. Opið land fyrir fjár- magni sterkra, framandi þjóða. Opið land fyrir glæsilegri menn- ingu þeirra, máli og lýð. Þessum spámanni nýs tíma fannst samt bæjarbúar undarlega tregir í hjarta að trúa þessum sannleika — fyr en hetjan Balbo kom í skýjum himinsins með fríðuföru- neyti, þá sá hann að allur bærinn myndi skilja. Hann sá það á því hve allir litu „forkláruðum“ aug- um til himins og raddir þeirra fengu annarlega mýkt og gleði þeirra varð taumlaus. Enda var þletta í fyrsta sinn, segir höf., sem heimsviðburður gerðist norður á íslandi! Útlendingur, sem gistir landið og vill kynnast sjálfstæðri, ís- lenzkri menningu sér venjulega brátt að bæirnir bjóða honum ekki annað en lélega skopmynd þess, er hann þekkir heima. Hann hristir því furðu fljótt duft þeirra af fótum sér og heldurupp í sveit. III. En — má spyrja — er ekki eins ástatt með sveitirnar, grær þar og vex nokkur raunveruleg þjóð- menning framar? Yfirleitt munu menn sammála um að fyr meir hafi blómgast í sveitum landsins mjög sérstæð, sterk alþýðumenning. En margan uggir að með nýjum siðum, sem teknir hafa verið upp einnig í sveit, hafi tekizt að burtbrjála mörgu því bezta og sérkennileg- asta úr lífi og menningu. Öllum er vitanlegt, að nýr tími hefir flætt með álíka ofsaþunga yfir byggðir þessa lands eins og vor sem gleym- ir að koma fyrr en í júní. Og margt það, sem gott var og gildi hafði skolazt burt. Burstabæir flýja burt fyrir húsum úr kaup- stað, sem mcnn eru látnir byggja ýmist of stór eða of lítil. Rokk- suðið hverfur inn í þögn aldanna, ríman situr fös't í hálsi og hross- hárssnældan leikur lausum hala á þjóðminjasafni. En þrátt fyrir gjörbreytingar á mörgum sviðum, munu þó und- arlega náin menningarleg tengsl milli íslenzka nútímabóndans, sem hlustar á viðburði dagsins í út- varpi, og afa hans, sem löng lcvöld kvað Andrarímur fyrir fólk sitt, við bjarma lítillar kolu. Sá andi, sem hvílir að baki fornri sveitamenning, hefir aldrei stokkið á bnott, né orðið að nátt- trölli við elding nýs dags. Slíkum furðulegum Fönixkrafti virðist hann gæddur, að úr eldi ógur- legustu umbrota hefir hann mátt til að stíga á nýjum, frjálsum vængjum og skapa nýtt líf. Pó að bóndinn taki nýjan sið, þá á íslenzk náttúra áfram sál lians, hann er barn hennar og hún vígir hann til órjúfanlegs, æ-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.