Dvöl - 01.07.1938, Blaðsíða 65
D V ö L
223
vekja þannig hneyksli. Svo hefir
hann auðvitað ætlað að taka með
sér ljóðabókina sína og þylja úr
hen;ni í ofanálag. Ég held að það
sé bezt að lofa honum að fara ein-
íum. í ;þessa hneykslanlegu skógar-
ferð sína, hann getur auðvitað
tekið þessa Ruby Ott með, hún
myndi víst ekki gera neina reki-
stefnu nema ef brauðið reyndist
of lítið. Hvað haldið þér annars
um vin yðar, herra Pratt?“
„Kannske hefir þetta boð Ida-
hos verið einskonar skáldskapur,
en ekki haft neinn illan tilgang"
svaraði ég, „ef til vill skáldskap-
ur, sem kallaður er táknrænn. Allt
slíkt er auðvitað andstætt reglum
og venjum, en getur staðizt i
kvæðum, þó að orðin tákni ekki
beinlínis það, sem þau segja til
um. Ég myndi gleðjast fyrir hönd
vinar míns ef þér tækjuð þetta
ekki svona alvarlega. En nú skul-
um við losa sálir iokkar við hin
lágu sjónarmið skáldskaparins og
reyna að hefja þær upp á hin
háu stig þekkingar og hugarflugs,
látum hugsanir okkar vera sam-
hljóma við þau svona yndisfag-
urt kvöld. Enda þótt hér sé hlýtt,
megum við ekki gleyma því, að
takmörk hins eilífa íss eru í 15
þúsund feta hæð, milli 40. og 49.
breiddarstigs eru þau 4—9 þús-
und fet“.
„Ó, herra Pratt“, sagði frúin,
„það er svo mikil huggun í að
heyra yður segja frá þessum dá-
samlega fróðleik S eftir þessu
rugli hennar Ruby Ott — þessarar
skepnu“.
„Við skulum setjast niður á
trjástofninn þarna við veginn“,
sagði ég, „og reyna að gleyma
ruddaskap og mannúðarleysi
skáldanna. Pað er í hinum dýrð-
legu brotum hins ómótstæðilega
sannleika, sem fegurðin finnst.
Jafnvel í trjáklumpnum, sem við
sitjum á, er að finna meiri fróð-
leik heldur en í nokkru kvæði.
Hringirnir sýna að tréð hefir ver-
ið 30 ára gamalt, ogtvö þúsund fet
jniður í jörðinni myndi það verða
að kolum eftir þrjú þúsund ár.
Dýpsta kolanáma heimsins er
í Killingworth nálægt NewCastle.
Kassi sem er 4 fet á lengd og 3
á breidd og 8 þumlungar á dýpt,
rúmar eina smálest af kolum. Ef
æð skerst í sundur á að þrýsta
henni saman ofanvert við sárið.
í fæti manns eru 30 bein. Tower
í London brann árið 1841“.
„Haldið þér áfram“, sagði
Sampson, „mér finnst fróðleikur-
inn það yndislegasta, sem til er,
liann hefir svo sefandi og róandi
áhrif“.
♦* : »
Aldrei kom bók Herkimers mér
að jafngóðu haldi og hálfum mán-
uði eftir þetta. Ég vakiiaði um
miðja nótt við óp og köll: Eldur!
eldur! var hrópað.
Ég stökk á fætur, klæddist og
þaut út úr húsinu til þess að sjá
hvað um væri að vera. Pegar