Dvöl - 01.07.1938, Blaðsíða 37

Dvöl - 01.07.1938, Blaðsíða 37
D V Ö L 105 aði upp stórum rykstólpum á leíð sinni. Hún gat ekki lengur lesið sálmana. Hún tók ofan gler- augun sín og lét þau milli blað- þnna í þykku bænabókinni sinni, stóð á fætur og gekk inn í her- , bergi dóttur sinnar. „Hvað segir þú um . . Hún lauk ekki við setninguna. Dóttir hennar var þar ekki. Gamla konan rannsakaði her- bergið, leit inn í eldhúsið, fór síðan aftur inn í herbergið. Hatt- ur dóttur hennar var ekki á sínum stað. Með titrandi hendi opnaði hún skápinn. Síðtreyjan var far- in. Hún hafði farið! Og þó hafði hún varað dóttur sína við því að fara út í dag — hún hafði sagt, að hún yrði umfram allt að vera heiina á sabbatsdegi iðr- unarinnar, mætti þá ekki fara til trúvillingsiins, stúdentsins fyrr- verandi. Hennar aldraða andlit varð skuggalegt eins og himiíninn úti. Og hjarta hennar varð hamstola eins og stormurinn. Hún fór rann- sakandi augum um herbergið, ei;ns og hún væri að leita að eiinhverju til þess að svala á reiði sinni, einhverjum til að berja, einhverju til að brjóta. „Hún á ekki skilið að vera dótt- ir mín lengur!“ kallaði hún upp yfir sig ofsalega, og hún fórnaði höndum til himins. Hún iðraðist ekki formæling- anna, sem komið höfðu fram á varir hennar þennan hátíðlega sabbatsdag. Á þessari stundu var hún þess albúin að formæla og æpa með beiskum orðum. Hún hefði getað gripið í hárið á henni og löðrungað hana miskunnar- laust. Allt í einu kastaði hún sjali yfir höfuðið og rauk út úr hús- inu. Hún vildi ná þeim báðum og gera illan enda á ferli þeirra beggja. Leiftur af eldingu sundraði skýjunum; á . eftir berg- málaði þruman. Síðan komu eld- ingarnar hver af annari og þrum- urnar gengu án afláts. Ein eld- ingin annari bjartari, ein þrum- an annari hærri. Skelfing fólksins óx. En að þrumuveður skyldi koma á sabb- atsdegi iðrunarinnar, og það svona djöfullegt! Hjörtu allra voru snortin. Hugir allra lyftust í bæn. En Cheyne gamla tók varla eftir því. Vindurinn fyllti augu hennar af ryki, reif af henni sjalið, blés upp um hana pylsunum og ólag- aði hárkolluna á gamla höfðinu hennar. Hún hentist áfram og gleymdi öllu. Hún hvorki sá né heyrði neitt umhverfis sig. Hið innra með henni var æðisgengið þrumuveð- ur, stormurinn og eitthvað óþekkt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.