Dvöl - 01.07.1938, Page 37

Dvöl - 01.07.1938, Page 37
D V Ö L 105 aði upp stórum rykstólpum á leíð sinni. Hún gat ekki lengur lesið sálmana. Hún tók ofan gler- augun sín og lét þau milli blað- þnna í þykku bænabókinni sinni, stóð á fætur og gekk inn í her- , bergi dóttur sinnar. „Hvað segir þú um . . Hún lauk ekki við setninguna. Dóttir hennar var þar ekki. Gamla konan rannsakaði her- bergið, leit inn í eldhúsið, fór síðan aftur inn í herbergið. Hatt- ur dóttur hennar var ekki á sínum stað. Með titrandi hendi opnaði hún skápinn. Síðtreyjan var far- in. Hún hafði farið! Og þó hafði hún varað dóttur sína við því að fara út í dag — hún hafði sagt, að hún yrði umfram allt að vera heiina á sabbatsdegi iðr- unarinnar, mætti þá ekki fara til trúvillingsiins, stúdentsins fyrr- verandi. Hennar aldraða andlit varð skuggalegt eins og himiíninn úti. Og hjarta hennar varð hamstola eins og stormurinn. Hún fór rann- sakandi augum um herbergið, ei;ns og hún væri að leita að eiinhverju til þess að svala á reiði sinni, einhverjum til að berja, einhverju til að brjóta. „Hún á ekki skilið að vera dótt- ir mín lengur!“ kallaði hún upp yfir sig ofsalega, og hún fórnaði höndum til himins. Hún iðraðist ekki formæling- anna, sem komið höfðu fram á varir hennar þennan hátíðlega sabbatsdag. Á þessari stundu var hún þess albúin að formæla og æpa með beiskum orðum. Hún hefði getað gripið í hárið á henni og löðrungað hana miskunnar- laust. Allt í einu kastaði hún sjali yfir höfuðið og rauk út úr hús- inu. Hún vildi ná þeim báðum og gera illan enda á ferli þeirra beggja. Leiftur af eldingu sundraði skýjunum; á . eftir berg- málaði þruman. Síðan komu eld- ingarnar hver af annari og þrum- urnar gengu án afláts. Ein eld- ingin annari bjartari, ein þrum- an annari hærri. Skelfing fólksins óx. En að þrumuveður skyldi koma á sabb- atsdegi iðrunarinnar, og það svona djöfullegt! Hjörtu allra voru snortin. Hugir allra lyftust í bæn. En Cheyne gamla tók varla eftir því. Vindurinn fyllti augu hennar af ryki, reif af henni sjalið, blés upp um hana pylsunum og ólag- aði hárkolluna á gamla höfðinu hennar. Hún hentist áfram og gleymdi öllu. Hún hvorki sá né heyrði neitt umhverfis sig. Hið innra með henni var æðisgengið þrumuveð- ur, stormurinn og eitthvað óþekkt

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.