Dvöl - 01.07.1938, Blaðsíða 12

Dvöl - 01.07.1938, Blaðsíða 12
170 D V Ö L Svo telur klukkan níu slög, þau miskunnarlausustu, er hún á til. Svefn er þurrkaður af augum, tómleiki ásjóna falinn bak við lici og púður. Gatan er krök af fólki. Augu ofan úr sveit gætu haldið að svona prúðbúinn skari væri allur á leið til kirkju, en ekki til vinnu sinnar í búðir og skrifstof- ur. Eftir mjúkum, fáguðum hönd- um þessa fólks renna flóknir við- skipta- og verzlunarþræðir alþjóð- ar, þessir voldugu örlagaþættir, sem tímanleg heill og hagsæld hvers er svo mjög af snúin. Um níu á kvöldin skiptir um svið. Pá eru það bíó og kaffihús, sem setja svip sinn á bæinn. All- ur miðhluti hans bergmálar af glym þeirra. Seiður áfengra tóna trylla hug vaxandi æsku. í fangi næturinnar vaggar hún sér á öld- um jazzins og gleymir sér við lostuga drauma. Áhrifamesti alþýðuskóli hvers bæjar er áreiðanlega bíóin, og það þó þau starfi án íhlutunar fræðslumálastjórnar. Þar sezt hver óbreyttur maður í hliðskjálf og sér of heim allan. Þar er landafræðin með fossahljóði, náttúrufræðin kvik lífs og sagan upprisa löngu dáinna manna, eins og lúður efsta dags hefði hljóm- að. Fyrir eina-krónu-og-fimm-tíu sjá menn úr sætum sínum kvöld- sól kveikja glóð á tindum Alp- anna, lönd gullepli undir dökk- bláum himni og iðandi kös fjar- lægra heimsborga. Og meðan lærðir uppeldisl'eiðtogar kenna skólabörnum enn meira um mis- mun kynjanna, veita bíóin korn- ungum drengjum og stúlkum svo að segja allar vígslur í hun- helgum kynferðismálanna. 1 þess- um æðsta Iýðskóla bæjanna læra menn einnig í æsar hátterni tízku- mannsins, tileinka sér mjúka, per- sónulausa framkomu hans, teyga í botn hæpna siðaskoðun hans. Unglingi í bæ, stöddum á gelgjuskeiði á hættulegri strönd. geta bíóin orðið hættulegur skóli. í einfeldni síns rómantíska hjarta hættir honum við að ganga til fulls á hönd þessa glæsilega, fjar- læga lífi, skríða í lotning að fót- um þess, dýrka það. Og út geng- ur hann eirðarlaus — barn „faust- ískrar menningar“. — Ekkert mun annað fremur cin- kenna líf höfuðborgarinnar, en blind, vitstola hneigð eftir því, að ganga öllu erlendu á hönd og móðursjúkleg hræð^sla við að stíga öðruvísi fæti niðjur en er- lendar þjóðir. í öllum háttum framkomu og tízku er þetta aug- ljóst. En auðvitað gætir þó mest áhrifa frá danskri menning og lífi, vegna náinna tengsla við Kaup- mannahöfn. Norski rithöfundurinn Hulda Garborg virðist hafa opin augu fyrir öllu þessu, eftir grein áð dæma, sem eftir liana birtist í ,,Samtiden“ 1934. Hún kemst þar inná að ræða um sjálfstæði ís-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.