Dvöl - 01.07.1938, Blaðsíða 22

Dvöl - 01.07.1938, Blaðsíða 22
180 D V ö L Migri fór nú með prófessorinn til gömlu frúarinnar, sem var næstum því eins mrkið kjötfjall og hann sjálfur. Hún var svart- klædd, með mikið, svart hár, sem var eins og rammi utan um perga- mentgult andlitið. Þetta er prófessor Gori, mamma. Það var hann, sem kom þessu giftingarmáli hans Andre- asar af stað“. Gamla frúin lyfti þungum, svefnþrungnum augnalokunum og leit á hann þegjandi. „— — Komið af stað,“ endur- tók prófessorinn og lmeigði sig, en nú mjög gætilega, því að hann mundi eftir saumunum —. „Ég hefi nú eiginlega ekki komið þessu af stað — nei, það er ekki rétta orðið yfir það. Ég hefi aðeins — „— — viljað útvega barnabörn- unum mínum einhvern, sem léti sér þykja verulega vænt um þau“, greip gamla konan fram í. „Það er það rétta í málinu“. „Alveg rétt! Þannig var það! sagði prófessor Gori feginn. „Og eg er viss um, að ungfrú Reis er þess verð — —“. „— Já, hún er bezta stúlka, Því getur enginn neitað“, sagði gamla frúin og augnalokin sigu á ný. „Við erum alveg óhuggandi“. „Já, þvílík óhamingja. Og svona óvænt“, sagði prófessorinn hrærður. „Satt að segja lítur helzt út fyr- ir, :að skaparinn hafi ekki viljað, að þau — Prófessorinn leit á hana. „Ö, þið grimmu forlög. En hvar er herra Andreas?“ „Hm—m — ég veit ekki — — Hann var hérna rétt áðan. Ef til vill hefir hann farið út til þess að búa sig“, svaraði bróðir hans kæruleysislega. „Jæja, einmitt það“. Gori fór nú að gruna, að ekki væri allt með felldu. „Það verður þá brúðkaup, þrátt fyrir allt?“ „Nei, nei! Það verður aldrei!“ hrópaði gamla frúin hneyksluð. „Guð minn góður! Með líkið inni í stofunni. Ó—ó—ó!“ „Ó—ó—ó!“ bergmáluðu hinar frúrnar. ,,— — Hann fór að útbúa sig í ferðalagið“, sagði Migri til skýr- ingar. „Hann þarf að fara til Tunis í dag. Pappírsverksmiðjurnar okk- > ar eru þar“. „Er hann að fara burtu núna?“ „Já, hann verður að fara. Ef ekki í dag, þá snemma í fyrra- málið. Við höfum ákveðið ráð- ið honum til þessa, því að það er hvorki nauðsynlegt né viðkunn- anlegt, að hann sé hér“. „Það er aðeins vegna aumingja stúlkunnar —“, bætti gamla frú- in við. „Illar tungur — —“, — — auðvitað“, greip bróðirinn fram í, „og satt að segja var þessi trúlofun — —“ „— — — fljótfærni“, hraut út úr gömlu konunni. ,,----Við skulum heldur segja mjög lítið hugsað mál“, hélt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.