Dvöl - 01.07.1938, Blaðsíða 18
176
DVÖL
í rauninni voru þau þrengri en
sum hinna, en nú var þolinmæði
afgreiðslumannsins þrotin og hann
sagði hálf önugur:
„Þau eru nú að v-ísu dálítið
þröng, en ég held þau dugi. Vilj-
ið þér ekki gjöra svo vel að líta
á yður í speglinum?“
„Ég þakka fyrir“, öskraði pró-
fessorinn. „Þér eruð sem sagt
hættir að hafa gaman af þessu
— þessum erfiðleikum — þessum
vandræðum!“
Afgreiðslumaðurinn kinkaði
glottandi kolli um leið og hann
hvarf út úr dyrunum með ellefu
kjólföt í fanginu.
„Þetta er alveg ótrúlegt“!
livæsti prófessorinn og rauk á
fætur. Hann stundi þegar hann
reyndi að hreyfa armana.
Hann gekk að borðinu og leit
á hið skrautlega boðskort, sem
honum hafði verið sent, og svo
stundi hann aftur. Klukkan 8
þurfti hann að vera kominn á
heimili brúðurinnar í skrauthýsið
„Milano“. Þangað var 20 mínútna
gangur. Og nú var klukkan 15
mínútur gengin í 8.
Gamla ráðskonan, sem hafði
fylgt afgreiðslumanninum út, kom
pú aftur inn í stofuna. „Komið þér
hérna!“ æpti prófessorinn á móti
henni. „Viljið þér gjöra svo vel
og reyna hvort þér gelið hengt
migí í þessu slifsi?“
„Gætilega herra! Farið þér
gætilega. Varið yður á flibbahorn-
unum“.
Ráðskonan þurrkaði sér vand-
lega á vasaklútnum sínum og svo
byrjaði hún verkið með titrandi
höndum.
í fimm mínútur var þögn.
Það var eins og prófessorinn,
ráðskonan og öll stofan stæði á
öndinni af eftirvæntingu yfir því
hvernig þetta mundi takast.
„Búið?“
„Æ, — æ — æ — “ stundi ráðs-
konan.
Prófessor Gori stökk æpandi
upp af stólnum. „Hættið! Ég vil
reyna sjálfur! Ég þoli þetta ekki
lengur!“
Þegar liann sá sjálfan sig í
speglinum varð hann svo æðis-
genginn ,að aumingja gamla ráðs-
konan fölnaði af skelfingu.
Hann hnikkti sér ofurlítið á-
fram, en þá brakaði og brast í öll-
um saunuim og löfin byrjuðu að
losna.
Svo snarsneri hann sér við eins
og köttur, sem eitthvað er bund-
ið við rófuna á, en þá — rastsj
— rifnaði baksaumurinn neðan frá
og upp á herðar.
Nú varð prófessorinn bandvit-
laus.
„Ó, það er bara saumurinn. Það
er bara saumurinn", stundi ráðs-
konan hughreystandi. „Ef þér far-
ið úr fötunum skal ég sauma þetta
saman aftur“.
„En ég hefi engan tíma til
þess!“ hrópaði prófessorinn ör-
vinglaður. „Ég kem of seint! Ég
verð að fara!“
1