Dvöl - 01.07.1938, Blaðsíða 66

Dvöl - 01.07.1938, Blaðsíða 66
224 D V Ö L ég sá að hús frú Sampson stóð í ljósum loga, rak ég upp óp og var kominn þangað eftir fáar sek- úndur. Öll neðri hæð gula hússins stóð í björtu báli. Allir íbúarnir í Rosa — jafnt konur, karlar og hundar — voru komnir á staðinn og æptu og gelltu og þvældust fyrir bruna- liðsmönnunum. Ég sá að Idaho reyndi að slíta sig lausan af sex mönnum, sem héldu honum. Reir sögðu að öll stofuhæðin stæði í loga, og að enginn, sem inn færi, gæti komizt út aftur. ..Hvar er frú Sampson?“ spurði ég- „Enginn hefir séð hana“, svar- aði einn brunaliðsmannanna. „Hún sefur uppi; við höfum reynt að komast upp en ekki getað, því við höfum ekki nógu langan stiga“. Ég hljóp inn í eldbjarmann og tók handbókina upp úr vasa mín- u!m. Mér lá við hlátri þar sem: ég hélt á jhennji í hendinni og hlýt að hafa verið glóandi af æsingu. „Minn gamli, góði Herkimer", sagði ég við bókina um leið og ég fletti henni, „þú hefir aldrei log- ið að mér, og alltaf hefir þú svar- að spurningum mínum, segðu mér nú hvað ég á að gera“. Ég fletti upp kaflanum: „Hvað gera skal þegar slys ber að hönd- um“. Ég renndi fingrunum eftir blaðinu og fann það rétta. Þar stóð: „Köfnun orsakast af inn- öndun á gasi eða reyk. Bezta með- al gegn henni er hörfræ. Látið nokkur fræ; í ytri augnakrókana". Ég stakk bókinni í vasann og kallaði til drengs, sem hljóp fram hjá: „Hér eru peningar. Hlauptu yf- :ir í lyfjabúðina og kauptu hörfræ fyrir einn dollar. Vertu fljótur, þá færðu annan dollar sjálfur. Og nú“, hrópaði ég út yfir mannfjöld- ann, „nú fer ég og ,næ, í frúna“. Ég henti af mér hatti og frakka, en fjórir menn stöðvuðu mig og sögðu það bráðan dauða, að fara inn í húsið, því að gólfin væirn þegar brunnin. „Hvernig í fjandanum á ég að lækna hana án þess að hafa hana hjá mér?“ hrópaði ég, og svo rak ég upp hlátur, enda þótt mér væri allt annað en hlátur í huga. Ég stjakaði tveim mannanna frá með olnbogunum, en brá fæti fyr- ir hina, svo þaut ég inn í húsið. Þegar ég er dauður skal ég láta þig vita hvort verra muni að vera á neðri staðnum en í gula húsinu, en tæplega trúi ég að svo sé. Húsið var hreint ekki minna soð- ið en venjulegur kjúklingur, sem framreiddur er í veitingahúsum. Eldurinn og reykurinn vörpuðu mér tvisvar til jarðar, en vatns- slöngur brunaliðsins björguðu mér, og ég brauzt alla leið inn í svefnherbergi frú Sampson. Hún var meðvitundarlaus. Ég reifaði hana í sængurfötunum og hóf hana svo á herðar mér. Til allr- ar hamingju voru gólfin ekkert farin að haggast cins og mérhafði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.