Dvöl - 01.07.1938, Page 66

Dvöl - 01.07.1938, Page 66
224 D V Ö L ég sá að hús frú Sampson stóð í ljósum loga, rak ég upp óp og var kominn þangað eftir fáar sek- úndur. Öll neðri hæð gula hússins stóð í björtu báli. Allir íbúarnir í Rosa — jafnt konur, karlar og hundar — voru komnir á staðinn og æptu og gelltu og þvældust fyrir bruna- liðsmönnunum. Ég sá að Idaho reyndi að slíta sig lausan af sex mönnum, sem héldu honum. Reir sögðu að öll stofuhæðin stæði í loga, og að enginn, sem inn færi, gæti komizt út aftur. ..Hvar er frú Sampson?“ spurði ég- „Enginn hefir séð hana“, svar- aði einn brunaliðsmannanna. „Hún sefur uppi; við höfum reynt að komast upp en ekki getað, því við höfum ekki nógu langan stiga“. Ég hljóp inn í eldbjarmann og tók handbókina upp úr vasa mín- u!m. Mér lá við hlátri þar sem: ég hélt á jhennji í hendinni og hlýt að hafa verið glóandi af æsingu. „Minn gamli, góði Herkimer", sagði ég við bókina um leið og ég fletti henni, „þú hefir aldrei log- ið að mér, og alltaf hefir þú svar- að spurningum mínum, segðu mér nú hvað ég á að gera“. Ég fletti upp kaflanum: „Hvað gera skal þegar slys ber að hönd- um“. Ég renndi fingrunum eftir blaðinu og fann það rétta. Þar stóð: „Köfnun orsakast af inn- öndun á gasi eða reyk. Bezta með- al gegn henni er hörfræ. Látið nokkur fræ; í ytri augnakrókana". Ég stakk bókinni í vasann og kallaði til drengs, sem hljóp fram hjá: „Hér eru peningar. Hlauptu yf- :ir í lyfjabúðina og kauptu hörfræ fyrir einn dollar. Vertu fljótur, þá færðu annan dollar sjálfur. Og nú“, hrópaði ég út yfir mannfjöld- ann, „nú fer ég og ,næ, í frúna“. Ég henti af mér hatti og frakka, en fjórir menn stöðvuðu mig og sögðu það bráðan dauða, að fara inn í húsið, því að gólfin væirn þegar brunnin. „Hvernig í fjandanum á ég að lækna hana án þess að hafa hana hjá mér?“ hrópaði ég, og svo rak ég upp hlátur, enda þótt mér væri allt annað en hlátur í huga. Ég stjakaði tveim mannanna frá með olnbogunum, en brá fæti fyr- ir hina, svo þaut ég inn í húsið. Þegar ég er dauður skal ég láta þig vita hvort verra muni að vera á neðri staðnum en í gula húsinu, en tæplega trúi ég að svo sé. Húsið var hreint ekki minna soð- ið en venjulegur kjúklingur, sem framreiddur er í veitingahúsum. Eldurinn og reykurinn vörpuðu mér tvisvar til jarðar, en vatns- slöngur brunaliðsins björguðu mér, og ég brauzt alla leið inn í svefnherbergi frú Sampson. Hún var meðvitundarlaus. Ég reifaði hana í sængurfötunum og hóf hana svo á herðar mér. Til allr- ar hamingju voru gólfin ekkert farin að haggast cins og mérhafði

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.