Dvöl - 01.07.1938, Blaðsíða 81
Skagfirzkar vísur
Lesendur Dvalar muna eftir vísum,
sem fóru á milli Þuru í Garði og
Skagfirðinga, en tilefnið var pað, að
grófyrt, en vel kveðin visa, var á
gangi í Skagafirði og eignuð Þuru.
í tilefni af pessu er eftirfarandi bréf-
kafli til ritstjóra Dvalar, frá einum
kunnasta hagyrðingi Skagfirðinga, Jón-
asi Jónassyni frá Hofdölum. En í
Skagafirði er, eins og kunnugt er,
mikið um góða hagyrðinga, og vel
kveðnar lausavísur .löngum í heiðri
hafðar. Bréfkaflinn frá Jónasi er þessi:
— Þegar ég las í Dvöl vísu
Þuru í Garði: „Leirburðinn úr sjólf-
um sér“, kastaði ég fram þessum stök-
um:
Farðu að pagna, Þura mín,
— par til finn ég rökin:
þér eru að fatast, faldalín,
fornu snilldartökin.
Hafa skemmt og hlýjað mér
hnitinar bögur þinar,
en að þú lætur leir frá þér
legst í taugar mínar.
Tildrögin til „skeytanna“ milli Þuru
og Skagfjrðinga, og „bókmenntanna“,
sem til hafa orðið í því sambandi, eru
þau, að Þura heyrði, að sér væri
eignuð vísa hér í Skagafirði, sem hún
vildi ekki kannast við, en heldur fram,
að vísan sé skagfirzk að uppruna.
En Skagfirðingar vildu sverja fyrir
faðernið. Út af þessu — ennþó ó-
vissa — „barnsfaðemismáli“, kvað ég:
Hissa staðið hefi ég
hjá því skeyta stríði.
Enginn hafa vanda og veg
vildi af króans smíði,
þó er telpan Þuruleg
og þykir hér sveitarprýði.
Annars er ég fullviss um, að vís-
an er þingeysk, en hún er prýðisvel
ort. Væri hún eftir mig — sem margir
hafa getið til — þœttist ég maður að
meiri — —
Dvöl er sagt eftirfarandi úr Skaga-
firði:
Átján ára piltur gisti á bæ við litla
rausn, en um nóttina svaf heimasætan
i næsta herbergi.
Um morgunfnn, Jiegar pilturinn var
farinn, fannst þessi vísa á rúminu, þar
sem hann hafði sofið:
Millibi.'ið fáein fet
faðmlög skilur tveggja;
gegnum þilið fram í flet
finn ég ylinn leggja.
i
, Þegar ritstjóri Dvalar heyrir vel
kveðnar, en þó prúðar, skammavísur,
dettur honum jafnan í lmg vísa, sem
hann lærði fyrir nokkru síðan af höf-
undi hennar, Bjarna Gíslasyni, sem
er ógætur, skagfirzkur hagyrðingur.
Vísan er svona:
Hans var jafnan höndin treg
að hjálpa smælingjonum.
Gekk hann ekki glæpaveg,
en götuna meðfram honum.