Dvöl - 01.07.1938, Page 7

Dvöl - 01.07.1938, Page 7
D V Ö L 165 meira í munni og yki þeim álit. Og hvorugan þeirra dreymdi um að leggja leið sína til gamla heimsins, sem nú var þeim fram- andi; gamla heimsins, þar sem þeir höfðu fengið svo sárt að kenna á öllu hans böli og ófull- komleika. En nú var öldin önnur, nútýndu þeir fornum minningumá þessari fiiðarins ey; þær hurfu allar í skugga hinna hljóðu og viðburðasnauðu daga. Hvorugur þeirra vissi um heim- inn annað en það, sem þeir áður höfðu séd með eigin augum. Smátt og smátt styrktjust böndin, sem tengdu þá þessum stað, mitt í úthafinu, undir hinum bláa himni, böndin, sem fjötruðu þá í hinni friðsömu einangrun, langi frá öllum mönnum, þar sem bök þeirra höfðu bognað og hárin gránað, þar sem þeir sinntu engu nema hinum brýnustu lífsþörfum, sem fyrir löngu síðan höfðu dreg- ið þá hvorn að öðrum til sam- starfs og samhjálpar. Þeir voru ánægðir og hamingju- samir án þess að vita hvernig á því stóð og án þess að gera tilraun til að grafast eftir ástæð- unni. Og þegar þeir höfðu borð- að kvöldverð, að loknu striti og önnum dagsins, lágu þeir hlið við hlið í kofanum og reyktu pípur sínar í glætunni frá lampanum. Þeir töluðu aldrei orð. Þeir þurftu ekkert að tala hvor við annan. Hin langa og nána sambúð hafði fengið því áorkað, að hugsanir beggja voru hinar sömu. Það var líkast því sem þessir tveir menn væru einn og sami maðurinn. Þeir höfðu dvaliið á eyjunni í seytján ár. Bráðum voru liðin þrjú ár síðan þeir höfðu hitt aðra menn að máli. En júnímorgun einn sá Lenoir, að skip hafði varpað akk- erum úti á flóanum. Hann fór heim að kofanum og kallaði á vin sinn. Keller kom út iog starði í átt- ina til skipsins. Bátur var á leið til lands. „Það er amerísk skonnorta", sagði Keller. Meira sagði hann ekki. Þeir biðu þess að báturinn renndi upp í fjöruna. Annar stýrimaður, glað- legur, ungur Ameríkumaður, tók hlýtt og fast í hönd þeirra. Hann bauð þeim livað sem þeir vildu í skiptum fyrir selskinn, græn- meti og vatn. Mennirnir þrír gengu upp í kofann, settust þar að romm- drykkju og spjölluðu saman. „Þið eruð svei mér undarlegir fuglar", sagði Ameríkumaðurinn eftir góða stund. „Langar ykkur ekki að heyra fréttir að heim- an?“ „Hvað eigum við að gera nreð fréttir, hér á þessari ey?“ svar- aði Lenoir. „Fréttir af hverju?" „Af stríðinu, auðvitað“. „Hvaða stríði?“ Ameríkumaðurinn rak upp stór augu. „Ha? Svo að þið vitið ekki?“

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.