Dvöl - 01.01.1941, Qupperneq 9

Dvöl - 01.01.1941, Qupperneq 9
Menn sögðu, að Batóra væri sterk. Ógæfan gæti ekki auðmýkt hana. En hjarta hennar var svo sund- urkramið, að hún gat ekki grátið. Hún bara hataði og — bað. Þegar hún hafði hlustað á ráð óvina sinna, eða jafnvel viná, var hún oft komin á fremsta hlunn með að leigja morðingja til þess að taka Peppe Nieglia, eiginmann Sa- durru, af lífi. En trúarlegur ótti hafði ávallt hindrað það, að hún drýgði slíkan glæp. Hún hafði þjálfað vilja sinn til hollustu við kirkju kraftaverk- anna, og dag og nótt grát- bændi hún hina miskunnsömu guðsmóður um að gefa sér frið, en árangurslaust eins og jafnan áð- ur. Hálfu öðru ári eftir þenna þung- bæra atburð, ól hún enn í brjósti sama hatrið. Hvorki vitneskjan um það, að Sadurra lifði við sult og seyru og varð að vinna baki brotnu né ánægjan yfir því, að hafa oftar en einu sinni virt að vettugi bænir hennar um fyrir- gefningu, gat veitt Batóru huggun. Zia Batóra einblíndi á talna- bandið í hendi sér og staulaðist í hægðum sínum upp stíginn, sem lá til kirkjunnar. Þrátt fyrir það, að ekkjur í Bitti, gagnstætt þvi, sem venja var i öðrum þorpum Sardiníu, tækju aftur að klæðast ljósum fötum að nokkrum tíma liðnum, hafði hún haldið áfram að klæðast sorgar- búningi, með þeirri undantekn- ingu, að hún bar tvær ræmur af silfurlituðum knipplingaræmum, sem mynduðu kross á kollinum á hatti hennar. Þær voru að hálfu leyti huldar stórri slæðu og voru eitthvert dularfullt tákn, sem Ba- tóra ein vissi hvað boðaði. Innan undir ísaumaða upphlutnum henn- ar, sem var óreimaður að framan, sá í ríkulega útsaumaðan samfest- ing. Það var eina sundurgerðin, sem leyfð var í klæðaburði á Bitti. En innan undir stuttu pilsi var síðara pils, hvítt. Skrautlega búinn mannfjöldi fyllti þröngar göturnar og opna torgið fyrir framan kirkjuna. Við öll gatnamót réttu beiningamenn fram hendurnar og báðu þá, sem framhjá fóru, um ölmusu með á- mátlegri og tilbreytingarlausri röddu. Þorpin í kring áttu sinn þátt í því, hvílíkur mannfjöldi þarna var. í blikandi sólskin- inu var Bitti líkust skrautlegu málverki í umgerð blómlegra, fag- urgrænna akranna í fjarlægð. Zia Batóra hélt áfram ferð sinni, án þess að skeyta um mann- fjöldann. Þegar hún var komin ná- lægt kirkjudyrunum, nam hún staðar og gerði krossmark fyrir einni af hinum óteljandi skrúð- göngum, sem fór framhjá. Einn þátturinn í hátíð krafta- verkanna var sá, að sérhver trú- aður maður greiddi fé fyrir eina þessara skrúðgangna. Væri fé gef-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.