Dvöl - 01.01.1941, Síða 57

Dvöl - 01.01.1941, Síða 57
D VÖL dansaði stúlkan alein, búin feg- ursta skarti. Hann sá undir eins, að hún var í dansmeyjarbún- ingi, þótt svo íburðarmikil klæði hefði hann aldrei séð neina dans- mey bera. Fegurð hennar, prúð- búinnar um miðja nótt á þess- um einmanalega stað, virtist þvi nær yfirnáttúrleg; þó hafði dans hennar jafnvel enn meiri áhrif á hann. Hann tók að hugsa margt. Þjóðsögninni um konur í tófu- líki og átrúnaði bændafólks- ins skaut upp í huga hans. En Búddhamyndin pg helgiletrið eyddu slíkum hugarórum, svo að hann gat ekki annað en blygðast sin fyrir flónskuna. Á sömu stundu fékk hann sam- vizkubit. Hann var að rýna á það, sem honum hafði ekki verið ætlað að sjá; það var skylda hans, gests- ins, að draga sig bak við hlífina undir eins. En þessi undrasýn seiddi hann. Hann horfði á hæfustu dansmeyna, sem hann háfði nokkuru sinni augum litið, það skildi hann með undrun og fögnuði. Því lengur sem hann horfði á hana, því meir töfraði yndisþokki hennar hann. Allt í einu gaf hún staðar til að kasta roæðinni, losaði mittislindann og faerði sig úr kyrtli sínum. Hún tók viðbragð, þegar hún kom auga á gestinn. Hann bar óðar fram afsakanir. Kvaðst hafa hrokkið upp af vær- blundi við hratt fótatak og °rðið skelkaður, mest vegna henn- ar; staðurinn var svo afskekktur og komin nótt. Hann játaði einn- ig undrun sína yfir því, sem fyrir augun hefði borið, og lýsti því, hversu mjög það hefði hrifið sig. »Ég bið þig að fyrirgefa mér for- vitnina,“ mælti hann ennfremur. ái „Ég gat ekki annað en brotið heilann um það, hver þú ert, og hvernig þú hefir orðið svo frábær dansmey. Ég hefi séð allar dans- meyjar í Seikjó dansa, en veit þó enga, ekki einu sinni í hópi þeirra allra frægustu, sem jafnast á við þig. Og ég gat ekki slitið af þér augun, úr því að ég var einu sinni farinn að horfa á þig.“ Fyrst í stað var hún reið, en svipúr hennar breyttist við ræðu hans. Hún settist brosandi fyrir framan hann. „Nei, ég er ekki reið við þig,“ mælti hún. „Það hryggir mig aðeins, að þú skyldir hafa horft á mig, því að ég er handviss uin, aö þú hefir haldið, að ég væri gengin af göflunum, þegar þú sást mig dansa þarna aleina. Og nú verð ég að segja öll tildrögin að atferli mínu.“ Svo sagði hún sögu sína. Hann mirintist þess, að hafa heyrt nafn hennar, þegar hann var drengur, tigið nafn víðfrægustu og dáð- ustu dansmeyjar höfuðborgar- innar, sem dag nokkurn hafði horfið úr opinberu lífi, þegar hún var á hátindi frægðar og fegurð- ar. Ekki vissi fólk, hvað til þess kom. En hún hafði flúið frá frægð og auðæfum með ungum manni, sem elskaði hana. Hann var fá- tækur, en þau höfðu næg úrræði til að lifa áhyggjulausu og nægju- sömu sveitalífi. Þau reistu sér hreysi á heiðinni og lifðu þar hvort fyrir annað í mörg ár. Hann dáði hana. Mesta gleði hans var að sjá hana dansa. Á hverju kvöldi lék hann nokkur fræg lög, en hún dansaði fyrir hann. En vetur einn, langvinnan og kaldan, veiktist hann, og dó, þrátt fyrir nærgætni hennar og hjúkrun. Síðan hafði hún búið hér alein við endur-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.