Dvöl - 01.01.1941, Qupperneq 37

Dvöl - 01.01.1941, Qupperneq 37
DVÖL 31 Innan við beð þetta má hafa mjóan gangstíg, ef mönnum sýnist svo. En það verður að velta á smekk hvers einstaks, hvernig trjám er fyrir komið innar i garð- inum. Þó er rétt að taka það fram, að heppilegast er að gróðursetja ekki reyni né björk hvað innan um annað, heldur að ganga svo frá, að hver trjátegund hafi dálítið svæði út af fyrir sig. Að minnsta kosti má ekki setja eina og eina birki- plöntu á stangli innan um reyni- við, því að hann myndi kæfa björk- ina á fáum árum. Sé garðurinn nógu stór, er þokkalegt að koma litlum grasfleti fyrir inni í miðj- um garði. Margir hafa löngun til þess að rækta alls konar blómjurtir í trjá- lundum sínum, en slíkt er oft og tíðum hvorki heppilegt né æskilegt. Til þess að lag geti orðið á blóma- rsekt og skrautjurta, þurfa trjá- lundirnir að vera svo stórir, að hægt sé að ryðja dálítil rjóður til blómaræktunar. Það eru fremur fáar jurtir, sem geta náð góðum Þroska í skugga trjánna. Sú jurt, sem ég hefi séð sóma sér bezt undir skuggsælum trjám, er kerfill. Vel úiætti og velja einhverjar fjölær- ar islenzkar jurtir til þess að gróð- úrsetja undir trjánum, þar sem ^úest Ijós fellur til jarðar. Annars ^ttu menn að minnast þess, að trjárækt krefst fremur litillar um- hlrðu, er byrjunarárin eru liðin, en blómarækt er vinnufrek, ef það á að vera nokknx sómi eða nokkurt gaman að henni. Gróðursetning'. Það er mjög auðvelt að læra að gróðursetja tré, og flestir munu geta það, er þeir hafa einu sinni séð það gert á réttan hátt. Af þvl að þroski trjánna á fyrstu árunum er mjög kominn undir gróðursetn- ingunni og vöndun hennar, verð ég að víkja að henni nokkrum orð- um. Fyrst og fremst skal þess gætt, að plönturnar verði ekki fyrir ó- þarfa hnjaski, og rætur þeirra mega aldrei þorna. Ef svo stendur á, að ekki er hægt að gróðursetja plönturnar skömmu eftir að þær eru komnar á ákvörðunarstað, er mjög auðvelt að geyma þær á þann hátt að taka þær allar saman úr umbúðunum i senn, greiða þær sem minnst í sundur og grafa ræturnar síðan 1 jörðu á skuggsælum stað, þannig að plönturnar liggi ská- hallt upp úr jarðveginum. Þegar að gróðursetningu kemur, eru plönturnar loks greiddar í sundur, þeim er komið fyrir í holum, þar sem þeim er ætlað að standa, og mold rakað að rótunum með hend- inni. Sjálfsagt er að greiða úr rót- unum, svo að þær liggi sem eðli- legast út frá plöntunni. Húsdýra- áburð er sjálfsagt að setja með þeim í holuna, án þess þó að hann snerti berar ræturnar of víða. Er holan hefir verið fyllt af mold, er fyrst þjappað fast að rótunum með
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.