Dvöl - 01.01.1941, Blaðsíða 36

Dvöl - 01.01.1941, Blaðsíða 36
30 DVÖL meðal innlendra plantna. Siberiskt ertutré er og harðger og ljómandi fagur runnur, en það krefst skjóls og sólar, ef það á að ná sæmilegum þroska. Sólberjarunnar dafna líka mjög víða ágætlega, ef kostur er að ná í góða stofna af því, en slíkt er miklum erfiðleikum bundið eins og stendur. Fleiri runna mætti nefna, sem auðvelt er að rækta. En ekki er á- stæða til þess að fjölyrða um þá. Hins vegar vil ég minna á þrjár víðitegundir, sem virðast ætla að ná hér mjög sæmilegum þroska, séu þær ræktaðar í frjóum og góð- um jarðvegi. Þessar tegundir eru allar svo stórvaxnar, að mér finnst tæplega við eiga að kalla þær runna. En hins vegar eru þær svo kræklóttar að vexti, að ekki er hægt að kalla þær tré. Ég geri ráð fyrir, að víðitegundir þessar megi víða nota í skjólgirðingar, þar sem vöxtur þeirra er mjög ör. Ennfrem- ur er mjög auðvelt að fjölga þeim öllum með græðlingum, svo að þeir, sem fá þær, geta margfaldað og jafnvel hundraðfaldað tölu plantn- anna á skömmum tíma. Harðgerð- asta tegundin af þessum þrem, er á latínu nefnd Salix lanceolata. Við höfuð kallað hana þingvíði; af þvi að hún hefir lengi vaxið í alþingis- húsgarðinum og mun fyrst hafa verið gróðursett þar af Tryggga Gunnarssyni. Önnur tegundin er Salix pulcra. Hana höfum við nefnt fagurvíði. Hún var fyrst flutt til landsins frá Norður-Noregi fyrir fjórum árum. Hefir hún jafnvel vaxið enn örar en þingvíðirinn. En henni er miklu hættara við kali. Um nafn á þriðju tegundinni veit ég ekki enn sem komið er. Sú teg- und vex einnig mjög ört og er al- geng í vesturbænum í Reykjavík, enda er hún upphaflega komin úr garði Jóns Eyvindssonar við Stýri- mannastíg. Þessar þrjár víðitegundir má ef- laust rækta til þess að skýla öðrum gróðri. En þess ber að gæta, að eigi að búa til góðar skjólgirðingar úr þeim, verður að gróðursetja plönt- urnar þétt, og eins er nauðsynlegt að stýfa ofan af þeim á hverjum vetri, þannig að þær hækki ekki meira en sem svarar einu feti á ári. — Til athugunar við gróðursetningu. Þá hefi ég talið upp þær trjá- og runnategundir, sem fyrst og fremst koma til greina, er koma skal upp trjálundum. Næst er að athuga, hversu trén skulu sett í garðinn. Meðfram girðingunni er sjálfsagt að búa til tveggja eða þriggja metra breitt beð, bera mik- inn áburð í það og setja plöntur mjög þétt í það. Þessar plöntur eiga að skýla öðrum gróðri í lund- inum, er tímar líða. í beð þessi má setja björk eða víði. Reynivið má einnig setja, en hann er viðkvæm- ari en hinar tegundirnar. Sé víðir settur í þetta beð, má ekki láta undir höfuð leggjast að stýfa hann, eins og áður er tekið fram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.