Dvöl - 01.01.1941, Blaðsíða 46

Dvöl - 01.01.1941, Blaðsíða 46
40 DVÖL vel til þess. Klukkan þrjú komu kviðdómendurnir aftur inn. Þeir voru dálítið velktir, eins og þeir hefðu sofið í fötunum alla nóttina. Þegar yfirheyrslurnar byrjuðu aftur, tók Donovan við. Hann var svalur eins og janúarmánuður, með harðan kraga og glansandi skó að borgarhætti. Engum gazt vel að honum, og hann vissi það vel sjálf- ur. Vitnin voru öll leidd inn í stúk- una, og hann spurði þau á sama hátt og Matt, aðeins rólegar. Hann hafði nokkur af sínum vitnum lika, tvo negra og verkstjórann við jám- brautarlagninguna í Tallulah. Þeir svöruðu spurningum hans og hann sagði: „Þakka yður fyrir,“ og kall- aði á þann næsta. Hann varð aldrei æstur. Hann var sannarlega dauf- ari í dálkinn en Matt. Þegar hann hafði lokið við að spyrja Milly og negrann, tók hann til að ganga fram og aftur fyrir framan kviðdómarastúkuna. Hann talaði lágt, að hálfu við sjálfan sig og að hálfu við kviðdómendurna. Fyrst minntist hann á, hve trúaður negrinn væri. Það hafði nú ekki mikið að þýða. Allir vita, að fyrir negrum er trú ekkert annað en orð og dans. Donovan rakti samt sem áður æfiferil hans, áður en hann minntist á Milly. Það var svo að sj á, sem hann hefði grafið upp ein- hverjar sögusagnir um samneyti, sem Milly hafði haft i vor sem leið við einhvern strák, sem vann í ný- lenduvöruverzlun Greenes. Strák- urinn hafði skroppið til New Orle- ans í síðasta mánuði, en ekki komið aftur. Donovan hafði fengið Milly til að játa það, meðan hún var í vitnastúkunni. Nú spurði hann kviðdóminn, hvort það væri ekki mögulegt, að Milly ásakaði negr- ann til þess að bjarga mannorði sínu. Þetta vakti nú enga undrun; þetta er alltaf segin saga í nauðg- unarmálum negranna. En samt sem áður hafði Donovan nokkuð góð rök, þar sem strákurinn hafði stokkið á burt úr bænum. Klukkan fimm fór að skyggja, svo að ég varð að kveikja ljósin. En það var enginn asi á Donovan. Hann fór sér hægt að öllu. Það virtist, að því ókyrrari sem áheyr- endurnir urðu, því hægar talaði hann. Þegar næstum var liðið að því, að kviðdómurinn átti að setj- ast á rökstóla, byrjaði hann að sanna, að það væri ekki minnstu líkur til þess, að negrinn væri sek- ur. Því næst staðnæmdist hann fyrir framan kviðdóminn, kyrr eins og dauðinn. Það hefði mátt heyra títuprjón detta; menn vissu, að nú hafði hann næstum lokið máli slnu. „Hver maður er saklaus þangað til sekt hans er sönnuð“, sagði Donovan, „og þér getið ekki sak- fellt saklausan mann“. Jæja, þeir gerðu það ekki heldur á endanum. Yfirheyrslurnar héldu áfram i tvo daga ennþá. Seint á fimmtudaginn settist kviðdómur- inn á rökstóla. Þeir sátu aðeins í tvo tíma. Þegar þeir komu inn, var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.