Dvöl - 01.01.1941, Blaðsíða 20

Dvöl - 01.01.1941, Blaðsíða 20
14 D VÖL Múlanum fellur Arnarfellskvísl ofan úr krika, er verður milli skrið- jökulsins og fells eða hálsrana, sem gengur vestur úr sjálfu Arnarfelli. Á milli hans og fellsins er djúpt gil, og fellur á niður í það í háum og fríðum fossi. Beggja megin kvísl- arinnar eru allbreiðar eyrar, og sjálf er hún allströng og stórgrýtt í botni, en nú var hún vatnslítil og því greið yfirferðar. Þegar við kom- um yfir kvíslina, vorum við brátt við rætur Arnarfells hins mikla, og við okkur blöstu angandi kjarr- og blómabrekkur. Við sprettum af hestunum neðst 1 Arnarfellsbrekkunni og réðum ráðum okkar. Hér var um tvennt að ræða, annaðhvort að ganga á sjálft fellið eða að fara vestur yfir fell það, sem fyrr getur, og skoða Jökulkerið, sem liggur þar vestan undir. Hvorttveggja fýsti mig að gera, en eigi var tími til nema ann- arshvors, ef um nokkra gróður- skoðan ætti að vera að ræða, en hún var þó aðalatriði ferðarinnar þarna upp eftir. Úrslitin urðu þau, að farið skyidi vestur yfir hálsinn, og skoða síðan Arnarfellsbrekkuna sjálfa eftir því, sem tlmi leyfði. Fellsrani þessi er um 850 metra hár. Rís hann snarbrattur upp af sléttunni fyrir neðan, sem er um 600 metra yfir sjó. Neðst eru brekk- urnar algrónar lágvöxnu víðikjarri, og nær það upp í 650 metra hæð. Þar fyrir ofan taka við mosa- þembur, en uppi 1 800 metra hæð eru urðir og melar og gróðurlaust að mestu, enda er þar mikið lausa- grjót. Uppi á kollinum eru mosa- þembur með strjálum háfjalla- jurtum, svo sem fræhyrnu, stinnu- stör, Ólafssúru, melskriðnablómi, grasvíði og geldingahnappi. Þarna uppi á fellinu eru útsýn mikil og fögur. Rétt vestan undir því er Jök- ulkerið, lítið uppistöðulón, sem kró- að er þar inni í fjallakrika, en að framan lokar skriðjökullinn því. Lón þetta virðist vera hyldjúpt, og flutu á því stórjakar. Þegar visst vatnsmagn hefir safnazt í kerið, sprengir það skriðjökulinn og hleypur fram í Arnarfellskvísl og tæmist þá með öllu, Þetta gerist á hverju sumri, en að þessu sinni hafði það ekki hlaupið enn. Ókyrrð var þó mikil í jöklinum, og hann ferlegur ásýndum næst fellinu, sakir gínandi sprungna. Var þar gott færi á að athuga skriðjökul og hreyfingar hans. Af felli þessu er við útsýn til austur, allt að Vatnajökli, og suð- ur að fjallabálki Torfajökuls, en I vestri byrgja Kerlingafjöll sýn. Mistur í lofti gerði þó fjarsýn ó- skýra, en því skýrar blasti nú við undir fótum okkar slétta sú hin mikla, er liggur milli Þjórsár og Hofsjökuls, suður á móts við Sól- eyjarhöfða og vestur um Blautu- kvísl. Flatneskja þessi er að flatar- máli á við meðalstóra sveit, og úr fjarlægð séð virðist mestur hluti hennar vera iðgræn engjaslétta, sem ótal kvíslir og lækir liðast um. Sléttan er flöt og hallalítil, svo að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.