Dvöl - 01.01.1941, Blaðsíða 54

Dvöl - 01.01.1941, Blaðsíða 54
48 D VÖL Dansmey í lífi og* danða Eftir Lafciulio itearn Jón Helgason þýddi I. Endur fyrir löngu ferðaöist list- nemi nokkur fótgangandi frá Kjótó yfir fjöllin til Jedó. Á þeim dögum voru vegir fáir og slæmir og ferða- lög erfið, samanjafnað við það, sem nú er. En landið var eins og það er enn í dag. Það var þá sem nú gró- ið sedrus- og furuskógum og prýtt bambuslundum, húsin í þorpunum voru með strýtumynduðum strá- þökum, og uppi á hjöllunum í hlíð- unum voru bændur með stóra, gula stráhatta á höfði við vinnu á hrís- grjónaökrunum. Sömu Sísó-lík- neskin brostu þá við sams konar pílagrímum og enn eru á farands fæti á leið til sömu musteranna og fyrr á tímum. Og þá eins og nú mátti á sólheitum sumardögum sjá brún börn busla og stríplast og hlæja í hverri lækjarsprænu og hverja lækjarsprænu hlæja í sól- skininu. Listneminn ungi var ekkert kjöltubarn. Hann hafði farið víða og var alvanur naumum kosti og lélegu húsaskjóli og gerði sér jafn- an hvern hlut að góðu. í þessari ferð var hann kvöld eitt staddur á eyðiheiði, þar sem hvorki var af- drep til næturgistingar né neitt ætt að finna. í árangurslausri leit að einhverju þorpi villtist hann af réttri leið. Tunglskinslaust var og skugga- legt í furuskóginum umhverfis hann. Svo virtist sem hér væru hvergi mannabústaðir. Ekkert hljóð var að heyra, nema blævar- þytinn í furugreinunum og tístið í bjöllum og skorkvikindum. Hann arkaði áfram í þeirri von að finna læk, sem hann gæti fylgt til mannabyggða. Eftir langa mæðu kom hann að á, sem rann um þvera leið hans; þetta var straumhörð á, er féll í gljúfrum. Hann var neydd- ur til að beygja af leið og ambraði upp á næsta hól í því skyni að svip- ast um eftir einhverju merki mannabyggða. En þegar upp kom, var ekkert að sjá nema hæðaþyrp- ingu eins langt og augað eygði. Hann var í þann veginn að ráða það við sig, að hafast við undir berum himni um nóttina, þegar hann kom auga á ljósglætu, er ber- sýnilega lagði frá húsi neðarlega í hæðardragi, spölkorn í burtu.Hann sneri óðar áleiðis og> sá brátt lítið hús, auðsýnilega bændabýli. Ljós- bjarmann, sem hann hafði séð, lagði út um glufu á útidyrahurð- inni. Hann hvatti sporið og drap á dyr. II. Enginn lét á sér kræla inni fyrir, fyrr en hann hafði barið og kallað nokkrum sinnum. Þá var spurt meyjarrómi, hvað sá vildi, er úti væri. Röddin var dásamlega fögur, og hann undraðist það, að spyrj- andinn talaði með sama mál- hreimi og menntafólk í höfuðborg- inni. Hann kvaðst vera náms- sveinn, sem hefði villzt á heið-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.