Dvöl - 01.01.1941, Blaðsíða 76

Dvöl - 01.01.1941, Blaðsíða 76
70 DVÖL og niður og skók sig með alls konar tilburðum, sem voru virðingu hans alls ekki samboðnir. Andrea, vinnu- kona, grét af örvinglun yfir honum, þegar hún kom út í fjósið til þess að mjólka, því að allt var komið í uppnám af látunum. „Ef húsbóndinn kæmi nú“, and- varpaði hún. „Hvernig gaztu fengið af þér að gera þetta?“ En það var engin hætta á því, að húsbóndinn sýndi sig í f jósinu, þeg- ar eitthvað gekk á fyrir Jehóva. Ef það hringlaði hjá mér í fötu, fór bolinn að sýna tilburði sína, sleikti út um og sveigði hrygginn í bljúgri bæn. Hann gleymdi alveg virðingu sinni vegna löngunarinn- ar í eitt staup enn. Amor var sá eini, sem ekki tók þátt í gleðskapnum. Hann kvittaði fyrir púnsflöskuna með því að leggjast fyrir og sofna. Ég ætlaði varla að koma honum út í hagann þetta kvöld. Nei, það gekk ekki mikið á fyrir Amor uxanum; þó var það hann, sem hafði forystuna í nautahópn- um. Þegar heitt var í veðri og broddflugan kom á kreik, urðu kálfarnir undir eins órólegir, jafn- vel þó að hún gerði þeim ekkert mein. Þeir sperrtu halana upp í loftið og hlupu fram og aftur, en kýrnar létu sem ekkert væri með- an Amor var rólegur. En færi hann að sýna þess merki, að hætta væri á ferðum, þá var enginn leikur að ráða við hópinn. Þá snerist hver gripurinn um ann- an, og ég varð að taka til fótanna og reka skepnurnar saman í hnapp. Hræðsla þeirra rénaði við að standa þétt saman. En slyppi einhver þeirra úr hópnum, þutu þær allar, sín í hverja áttina. Amor stjórnaði hjörðinni ávallt á daginn. Á vissum tíma, bæði ár- degis og síðdegis, lagðist hann nið- ur og fór að jórtra, og að fám mín- útum liðnum var allur hópurinn lagstur. Þá fékk ég hvíldarstund. Ef veðr- ið var gott, skorðaði ég mig milli hornanna á Amor, borðaði nesti mitt og söng og dinglaði fótunum við granirnar á honum. Væri kalt eða rigning, lagðist ég upp við bringuna á honum og yljaði mér við hans breiða búk. — Það var lik- ast því sem vél væri í gangi innan í honum, stór, dunandi vél, með alls konar aukahljóðum. Þegar ég lagði við hlustirnar, heyrði ég hina breytilegu starfsemi vélarinnar, heyrði blóðið streyma, jórturtugg- una koma upp, líffærin starfa. Jehóva vann fyrir peningum. í hvert sinn, sem ég leysti hann út til belju, komu inn 50 aurar. En Hans gamli Olsen hirti þá, þó að hann þyrði ekki að koma nálægt tarfinum, þegar hann var laus. Þetta fannst mér mikil rangsleitni, og ég reyndi nokkrum sinnum, þeg- ar hann var ekki við, að halda aurunum sjálfur. En bærinn var ekki stærri en það, að í hvert sinn, sem fimmtíu aurarnir komu ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.