Dvöl - 01.01.1941, Blaðsíða 24

Dvöl - 01.01.1941, Blaðsíða 24
18 DVÖL Og* viiidnrlnii þýtnr Eftir Itikard Long Jón IJelgason þýddi Háátt og kuldi dag eftir dag, austanbitra, næðingur og grimmd- arfrost. í langan tíma hefir ekki komið dropi úr lofti. Allt er þurrt og kalt, gaddfreðin jörðin glymur undir fótum. Það er eins og járn- uðum skóm sé stigið á klöpp. Jörð- in, sem var þögl og mjúk og spor- aðist af skónum og ataði þá auri og eðju, er orðin hljóðbær og hörzluð, hún lætur hart mæta hörðu, og er nístingsköld undir il að finna. Og sporin, sem við stigum meðan þíð- an var, gapa við okkur frá frosinni jörðinni, grá og hæðnisleg, eftir stóra fætur og smáa, netta fætur og klunnalega, breiða fætur og snúna, tilvalið íhugunarefni handa þeim, sem unir við slíkt og má vera að því. Það er moldrok. Mekkinum lýst- ur út úr krókum og kimum, úr öskutunnum og sorphaugum 1 þröngum húsasundum, allt fýkur saman í hrúgu, blandað hrossataði og óhreinindum, sem urizt hafa upp úr götunni undan fótum manna. Úr öllum áttum kemur rykið, alls staðar að í löngum strok- um, svo að enginn getur hjá þvi sneitt. Það umlykur bæinn mistri: þessum andstyggilega mekki, sem fyllir augun, sezt fyrir brjóstið og gerir mann þurran og sáran i kverkum. Það berst víðar og lengra, lykst um alla eins og voð, þurr og köld og öskugrá; vetrarflík, sem hvorki veitir værð né yl. Og vind- urinn þýtur. Hann kemur úr norðri, frá jökul- breiðunum norðar öllu lífi, frá hel- kulda, norðurljósum og órofaþögn. Leið hans lá yfir sléttur Rússlands, hann hefir blásið meðal Samojeda og Kvena, hann hefir þotið yfir jöklana í Noregi, og sem hann æddi meðfram sænsku vötnunum, þreif hann í trjátoppana og sleit stærsta tréð upp með rótum af einskærum fögnuði. Hann er æskuör, stund- um dálítið hvatvís, og ræður ekki við sig fyrir æringjahætti og niður- bældum hlátri. Hann hrekur skarnið á undan sér, sópar því sam- an í snotrar hrúgur, og þegar minnst varir, blæs hann á, hrúg- urnar og þyrlar öllu saman framan í þig, fyllir nef og munn-v.dustið sezt upp i þig og þú by^ar að hnerra: guð hjálpi þér. • Á meðan þú stendur þarna, ráð- villtur og blindaður, feykir hann af þér hattinum og skoprar hon- um niður götuna, ef til vill fer hann í sjóinn, kannske undir spor- vagn, hver veit hvar hann lendir?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.