Dvöl - 01.01.1941, Blaðsíða 58

Dvöl - 01.01.1941, Blaðsíða 58
minninguna um hann og tjáð honum ást sína og lotningu með iðkun þeirra fornu siða, sem framliðnir eru heiðraðir með. Hinar tíðkanlegu fórnargjafir hafði hún á hverjum degi sett fyrir framan minningarspjaldið, og á hverju kvöldi hafði hún dansað honum til skemmtunar eins og í gamla daga. Sú var skýring þess, sem ferðalangurinn ungi hafði séð. Það var hræðileg ókurteisi, bætti hún við, að hafa vakið ferð- lúinn gest; en hún hafði dokað við, þangað til að hún hélt, að hann væri kominn í fasta svefn og leitazt við að dansa ofur, ofur léttilega. Hún vonaði, að hann fyrirgæfi henni það ónæði, sem hún hefði gert honum að óvilja sínum. Að sögulokum hitaði hún te, sem þau drukku í sameiningu. Og svo innilega bað hún hann að reyna að sofna aftur, að hann gat ekki undan því vikizt, og dró sig bak við flugnahengið með mörgum nýjum afsökunum. Hann svaf vært og lengi. Sólin var hátt á lofti, þegar hann vakn- aði. Matur, jafn fátæklegur og kvöldið áður, var reiddur fram. Hann neytti lítils, þótt hann væri svangur, því að hann hélt, að stúlkan hefði klipið af morgun- verði sjálfrar sín til að geta gefið honum mat. Svo bjóst hann til brottferðar. Hann bauð borgun fyrir allt það, sem hann hafði þegið og ónæðið, sem hann hafði bakað henni, en hún vildi ekki við neinu taka frá honum og sagði: „Það, sem ég átti til að gefa þér, var ekki peninga virði; ég hefi aðeins gert þér lítinn greiða. Ég bið þig að leitast við að gleyma þeim óþægindum, sem þú hefir orðið hér fyrir, en geyma þér í minni góðan vilja þess, sem ekk- ert hafði að bjóða.“ Hann reyndi enn að fá hana til að þiggja borgun, en þegar hann sá, að kergja hans var henni að- eins til ama, kvaddi hann hana með virktum og vottaði henni þakklæti sitt með þeim fegurstu orðum, sem honum duttu í hug. Honum var söknuður i huga, því að glæsibragur og háttprýði stúlkunnar hafði heillað hann meir heldur en hann hefði viður- kennt fyrir nokkrum öðrum en henni sjálfri. Hún vísaði honum á götuslóða, sem hann ætti að þræða, og horfði á eftir honum út heiðina, þar til hann hvarf henni sýnum. Að klukkustundu liðinni var hann kominn á alfaraveg, þar sem honum voru allar leiðir kunnar. Þá fékk hann skyndilega samvizkubit: Hann hafði gleymt að segja til nafns síns. Hann dok- aði við rétt sem snöggvast, en sagði svo við sjálfan sig: „Gerir það nokkuð til? Ég verð alltaf fá- tækur.“ Svo skundaði hann á- fram leiðar sinnar. IV. Mörg ár liðu, og tízkan breytt- ist. Málarinn varð aldurhniginn. En áður en hann komst á gamals aldur hafði hann öðlazt mikla frægð. Höfðingjar, sem dáðust að listaverkum hans, kepptust um að veita honum vernd sína, svo að hann varð ríkur og eignaðist höll í borg keisarans. Ungir listamenn úr fjarlægum landshlutum gerð- ust lærisveinar hans og þjónuöu honum í öllum greinum og nutu handleiðslu hans. Nafn hans var á hvers manns vörum í landinu. Það skeði eitt sinn, að gamla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.