Dvöl - 01.01.1941, Blaðsíða 83

Dvöl - 01.01.1941, Blaðsíða 83
dvöl Vísur Eftir Friðgeir H. Berg TIL DVALAR. Ofurlitla agnar-kvöl óska ég að skrifa og koma því í dvöl hjá Dvöl, sem dæmist hæft að lifa. Verði Dvalarvistin föl vegalausri stöku, þá skal byrla óðaröl eina stutta vöku. VARGALDAR-VÍSUR. Stígur hljóð frá heljarslóð, hækka sjóðir dauða. Hnígur þjóð í banablóð, brennur glóðin rauða. Hvoptur andar út úr sér eldibranda-síum. Loftið blandað lævi er, leikur fjandi í skýjum. Sprengjur falla, rýkur rúst, roðnar mjallar-breiða. Drengi alla þorps í þúst þær á palli deyða. Siglutröf fá sævarköf, sundrast höfuðbendur. Djúps úr gröf og drangs frá nöf dauði að gjöf er sendur. Tundrast snekkjur ægi-eims, ísarns hlekkir duna. Sundrast rekkjur — helming hrærir ekkastuna. [heims Vargöld geisar, brennur borg, brotna hreysi og kirkjur. Margföld eisa um almenn torg, endileysa og myrkur. Týnist auður, brestur brauð, bölið rauða flýgur. Sýnist hauður álfa auð, ótti blauðum stígur. Flýtur blóðið, skýtur skot skaðráð þjóðin heimi. Þrýtur ljóða brota-brot, blaðið óðinn geymi. Sá, sem kvað, við síðu er til sátta og griða borinn. Og fyrir stall hans fossinn ber flaumtröf sín á vorin. TIL KAUPENDA DVALAR. Aöstandeiidur Dvalar hafa sett sér tvö markmið. Annaö er það að gera ritið svo úr garði, að það verði ávallt talið meðal hinna beztu bóka og sé lestrarhneigðu fólki hvarvetna kœrkominn gestur. Hitt er að hafa ritið svo ódýrt sem föng eru á. Bœði þessi atriði verða að samrímast því, að útgáfan beri sig. Hin síðustu misseri hefir útgáfukostnaður hœkkað stórkostlega: Pappírsverð hœkkað, flutningsgjöld hœkkað, prentkostnaður aukizt og póstgjöld hœkkað. Líkur benda til, að slíku fari fram enn um skeið. Útgefendur Dvalar eru því knúðir til þess að hœkka verð L>valar úr 6 — sex — krónum árganginn í 7 — sjö — krónur. Vœnta þeir þess, að það þyki hófsamleg ákvörðun. Jafnframt bera þeir það traust til vina Dvalar, að þeir vilji leitast við að útvega ritinu nýja kaupendur. Því fleiri sem kaup- endurnir eru því lœgra verði er hœgt að selja ritið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.