Dvöl - 01.01.1941, Blaðsíða 82

Dvöl - 01.01.1941, Blaðsíða 82
76 D VÖL bændurnir berjast við óblíða og andstæða náttúru. Þeir flýja örfoka jarðir eða falla í valinn fyrir hamförum náttúrunnar. Síðast stendur Brandur á Bjargi einn eftir. Eins konar Bjartur í Sumarhúsum og þó á flestan hátt náttúrlegri og kunn- uglegri þeimi, sem eitthvað þekkja íslenzkt sveitafólk. Bókin er rituð af mikilli samúð og miklum skilningi á högum og lífi bænda á þessu tímabili, og þó að hún verði tæp- ast talin stórbrotin að efni eða atvikum, og þótt ekki gerist þar atburðir, sem valda stefnubreytingum i lífi þjóðarinnar, þá er hún engu að síður merkileg og það kann- ske einmitt í sinni fábreyttu og stundum fáorðu lýsingum á íslenzku fólki. Ristir sá frásagnarháttur oft dýpra en mælgi og margfaldar lýsingar, ef öfgalaus skilning- ur á efninu fylgir máli. Winston Churchill eftir Lewis Broad. Plestir munu kannast við Churchill, manninn, sem enska þjóðin byggir nú á allar sínar vonir og traust. Þessi bók gefur glögga skyndimynd af lífi hans og bar- áttuferli, en þar hefir oft blásið kalt og hart fyrr en nú, enda hefir það ekki verið siður þessa manns að draga sig í hlé í hættum og erfiðleikum. Ýmsir telja, að sigur bandamanna í fyrri heimsstyrjöld- inni hafi verið Churchill meira að þakka en nokkrum öðrum manni, en hann var þá um skeið flotamálaráðherra og síðar hergagnamálaráðherra, og stóð þá um hann styrr mikill og framkvæmdir hans. Nú virðast allir stjórnmálamenn og allir flokkar í Bretlandi vera á eitt sáttir um það, að réttur maður sitji við stýri, og vafalaust er það, að öðruvísi væri nú um að litast í Bretlandi, ef hann hefði tekið fyrr við stjóm. Bókin er fróðleg og skemmtileg aflestrar og vel þess verð að vera lesin. STÖr við „Hver sagði“: 1. Ófeigur í Skörðum við Guðmund ríka. 2. Guðrún Ósvífursdóttir. 3. Njáll Þorgeirsson við Mörð Valgarðs- son. 4. Ólöf ríka. 5. Hrólfur kraki. 6. Ásgrímur Elliðagrímsson við Skapta Þóroddsson. 7. Þórdís dóttir Guðmundar ríka á Möðruvöllum. 8. Rannveig móðir Gunnars á Hlíðarenda við Sigmund hvíta Lambason. 9. Grettir í Drangey. Stjörnur vorsins og Eilifðar smáblóm eftir þá Tómas Guðmundsson og Jóhann- es úr Kötlum eru merkust þeirra nýrra ljóðasafna, er út hafa komið á þessum vetri. Kvæði Tómasar eru fáguð og felld sem fyrr. Skiptast þar á gamankvæði með skrítnum ljóðlínum, sem koma lesend- anum oft á óvart, og hárómantísk æfin- týrakvæði, draumkennd og skrautbúin eins og eitthvað úr annari veröld. Kvæði Jóhannesar úr Kötlum eru litil og létt, enda mun hann sjálfur hafa sagt, að þau væru eins konar hvíld frá erfiðari viðfangsefnum. Jóhannesi tekst þó jafnan að halda lifandi og þróttmiklum hljómum í kvæðum sínum og svo er enn hér. Frá skáldskaparlegu sjónarmiði gætir þó þess- ara eiginleika bezt i ádeilukvæðum hans í fyrri bókum, þótt menn kunni að deila um þau efnislegu rök, sem þar eru fram borin. En það er annað mál. Bók Tómasar er gefin út af Víkings- prent h.f., en bók Jóhannesar af Heims- kringlu. Dofri. „Aldeilis", sagði hinn yfirheyrði við dómarann. „Þér hafði á réttu að standa og ég á röngu, eins og venjan er með yður“. Dómarinn varð hugsi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.