Dvöl - 01.09.1944, Blaðsíða 4
146
DVÖL
sinnum að leika með hljómsveit-
inni gegn fimmtíu kópeka launum
í hvert sinn, auk hugsanlegra
drykkjupeninga frá veizlugestum.
Þegar Jakov var setztur meðal
hljóðfæraleikaranna, byrjaði hann
strax að svitna og roðna í framan.
Hitinn og lyktin af hvítlauknum
ætlaði að kæfa hann. Fiðlan
hvein, við hægra eyrað korraði í
bassafiðlunni, við það vinstra grét
flautan. Maðurinn, sem spilaði á
hana, var rauðhærður, magurleitur
Gyðingur með þéttriðið net blárra
og rauðra æða um allt andlitið, og
hann bar hið fræga auðkýfings-
nafn Rotschild. Þessi andstyggilegi
Gyðingur lék þannig á flautuna,
að hin fjörugustu sönglög urðu
jafnvel harmi þrungin. Án nokk-
urrar sérstakrar ástæðu fylltist
Jakov smám saman hatri og fyrir-
litningu gagnvart öllum Gyðing-
um, og þó sérstaklega Rotschild.
Hann fór að áreita hann, fór um
hann illyrðum og ætlaði jafnvel
einu sinni að leggja hendur á hann,
en Rotschild brást reiður við, horfði
hatursfullum augum á Jakov og
sagði: „Ef ég bæri ekki virðingu
fyrir yður sem listamanni, mund-
uð þér fyrir löngu hafa fengið að
fljúga út um gluggann!"
Og svo fór Rotschild að gráta. Þess
vegna var það ekki oft, sem Jakov
var beðinn að leika í hljómsveit-
inni, það var einungis í sárustu
neyð, þegar einhvern Gyðinginn
vantaði.
Jakov hafði í seinni tíð miklar
áhyggjur af öllu því tjóni, sem
hann varð stöðugt fyrir; alla
daga var hann að tapa. Til dæmis
mátti hann ekki vinna á sunnu-
dögum og öðrum helgidögum, það
var synd. Mánudagurinn var dagur
óhappanna — þannig urðu það
næstum 200 dagar á ári, sem mað-
ur varð að sitja auðum höndum
gegn vilja sínum. Hugsið ykkur,
þvílíkt tjón! Ef einhver í bænum
gifti sig án þess að þurfa á hljóð-
færaleik að halda, eða ef Schacku
gerði ekki boð eftir honum, var
það líka tjón. Lögreglueftirlits-
maðurinn hafði verið veikur í tvö
ár, hann var mjög þungt hald-
inn, og Jakov beið dauða hans með
óþreyju, en svo fór hann til borg-
arinnar sér til lækninga og dó þar.
Það var að minnsta kosti 10 rúblna
skaði, því kistan átti að vera af
dýrustu og skrautlegustu gerð. Það
var sérstaklega um nætur, sem
þessar hugleiðingar ásóttu Jakov.
Hann var vanur að leggja fiðluna
ofan á sængina við hlið sér, og
þegar óþægilegir hugarórar fylltu
höfuð hans, strauk hann um
strengi fiðlunar, og tónarnir, sem
þá hljómuðu, sefuðu skap hans.
Svo var það eitt vorið, að Marfa
varð allt í einu veik. Hún átti örð-
ugt um andardráttinn, var síþyrst
og reikaði í spori þegar hún gekk.
En samt kveikti hún sjálf upp í
ofninm og sótti vatn út í brunninn.
Þegar leið á daginn varð hún þó