Dvöl - 01.09.1944, Blaðsíða 15
dvöl
157
Kynlegt er konnlijartad
Eftir Ivi'istinanii (>iiöiiiiiiidHSon
Þetta var í þriðja skiptið, sem
hún hringdi til hans í dag:
„Er það Sigurður? — Æ, ég mátti
til með að heyra málróminn þinn,
áður en ég fer að sofa! — Þú ert
vonandi ekki reiður við mig, þó
ég hringi svona seint?“
Hvort hann var reiður? Hann
náði ekki upp í nefið á sér fyrir
vonzku! Hann varð að doka við
nokkrar sekúndur, áður en hann
svaraði, svo raddhreimurinn skyldi
ekki koma upp um hann.
„Auðvitað ekki, Inger mín.
Komdu sæl! Það var gaman að
heyra í þér, — auðvitað var það
gaman. Líður þér ekki vel, ha?“
„Jú — nei— jú, — ég veit ekki;
— mér leiðist svolítið!" — Það var
ótti og auðmýkt í málrómi ungu
stúlkunnar; hann heyrði að hún
barðist við grátinn. Og þótt hann
vseri löngu orðinn leiður á henni,
r®yndi hann að hugga hana: —
„Ég er nú alltaf að hugsa um
túg, inger mín, þó við séum ekki
hvort hjá öðru. Þú þarft svei mér
ekki að vera hrædd um að ég
Sleymi þér. Ég lít aldrei á aðrar
stúlkur.“
Þetta var hrein og bein lýgi, en
sannleikann gat hann ekki sagt
henni, að minnsta kosti ekki núna
undir nóttina, og ekki í símanum.
Hana grunaði auðsjáanlega, að
hann var oröinn henni fráhverf-
ur. Raunar hafði hann lengi ætl-
að að segja henni upp, en skorti
bara kjark til þess. Því ef hann
þekkti Inger rétt, myndi eitthvað
ganga á við það tækifæri, svo sem
yfirlið, óp og kvein og grátur, —
einkum grátur Og hann þoldi
alls ekki að sjá konu tárast! Það
var af og frá.
En það varð nú samt að ske
og það án langrar tafar. — Erikku
var kunnugt um að Inger og hann
höfðu verið vinir, og í gær spurði
hún hann allt í einu upp úr þurru,
hvort þau „þekktust“ ennþá!
Nei, þetta þoldi enga bið, því í
raun og veru var hann trúlofaður
tveimur í einu! Enda þótt Erikka
hefði ekki heitbundizt honum með
orðum, þá lét hún hann jafnan
á sér skilja, svo ekki varð um villzt,
að hún tók hann fram yfir alla
aðra menn. Og Erikku elskaði
hann. Henni ætlaði hann að gift-
ast. Aldrei hafði hann verið jafn
hrifinn af nokkurri annarri konu.
Inger var lagleg( fremur smá-
vaxin, ljóslituð og barnaleg á svip,
grönn og glaðlynd. En Erikka var
há og hefðarleg, dökk á brún og