Dvöl - 01.09.1944, Blaðsíða 68

Dvöl - 01.09.1944, Blaðsíða 68
210 DVÖL inn. Gitanó spratt á fætur og greip eltiskinnspjötlu og reyndi að breiða hana yfir hlutinn í keltu sinni, en skinnið rann ofan á gólf. Jói var gáttaður yfir því sem Gitanó hélt á í hendinni: þráðmjór glampandi rýtingur með gylltri hjaltabjörg. Blaðið var eins og daufur ljósgeisli. Hjöltun voru stungin og haglega útskorin. „Hvað er þetta?“ spurði Jói. Gitanó horfði bara á hann reiðilegum augum, og tók eltiskinnið af gólfinu og vafði því þétt um hið fagra vopn. Jói rétti út höndina. „Má ég skoða hann?“ Augu Gitanós tindruðu af reiði og hann hristi höfuðið. „Hvar fékkstu hann? Hvaðan er hann?“ Gitanó horfði hvasst á hann, eins og hann væri að hugsa sig um. „Faðir minn gaf mér hann.“ „En hvar fékk faðir þinn hann?“ Gitanó leit á eltiskinnsböggulinn sinn. „Ég veit það ekki.“ „Sagði hann þér það aldrei?“ „Nei.“ „Hvað gerirðu með hann?“ Gitanó leit forviða á Jóa. „Ekkert. Ég geymi hann bara.“ „Má ég ekki fá að sjá hann aftur?“ Gamli maðurinn vafði hægt utan af gljáandi blaðinu og lét ljósið skína á það eitt augnablik. Svo vafði hann utan um það aftur. „Farðu nú. Ég vil fara að hátta.“ Hann slökkti ljósið áður en Jói hafði lokað dyrunum til fulls. Þegar Jói gekk aftur heim að bænum skildi hann það vel að hann mátti engum segja frá rýtingnum. Það væri hræðileg synd að segja nokkrum frá honum, því að það væri brot á einlægum trúnaði. Trúnaði sem væri glataður ef hann ljóstraði þessu upp. Á leiðinni yfir dimman garðinn mætti Jói Billa Búkk. „Þau eru far- in að undrast um þig,“ sagði Billi. Jói laumaðist inn í dagstofuna, og faðir hans sneri sér að honum. „Hvar hefur þú verið?“ „Ég skrapp bara út til að gá í nýju rottugildruna mína.“ „Það er kominn háttatími fyrir þig,“ sagði faðir hans. Jói varð fyrstur í morgunmatinn daginn eftir. Svo kom faðir hans, og Billi Búkk síðastur. Frú Tiflín gægðist inn úr eldhúsdyrunum. „Hvar er gamli maðurinn, Billi?“ spurði hún.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.