Dvöl - 01.09.1944, Blaðsíða 28
170
D VÖL
Gamalt fólk
Eftir Elias Mar
Elias Mar er kornungur maður, fœdcLur 22. júlí 1924. Petta mun vera fyrsta
smásagan, er liann liefur skrifað, en nokkrar blaðagreinar hefur hann ritað.
Hann kveðst munu skrifa fleiri sögur, og virðist þessi saga gefa góðar vonir
um, að hér sé efnilegur höfundur á ferð.
Áðan gekk gamall maður fram-
hjá járnhliðinu í rauðu múrsteins-
girðingunni. Hann var með snjáð-
an, svartan hatt á höfði, gráan
hökutopp og hvöss augu, sem
horfðu stundum niður á við til
beggja hliða. Stafinn sinn hafði
hann undir þeirri hendinni, sem
ekki var í frakkavasanum.
Göngulagið minnti á mann, sem
gengi með bundið fyrir augun.
Hann leit aldrei við.
En þegar hann var kominn spöl-
korn framhjá járnhliðinu, stanz-
aði hann, opnaði munninn lítið
eitt, skáskaut augunum og greip
með annarri hendinni í hattbarðið,
eins og til þess að taka ofan. Það
og þroskuð rúgöxin bylgjast fyrir
blænum á ökrunum okkar, skulum
við láta það minna okkur á hetju-
dáðir landnemanna.
Við getum ekki reist minnisvarða
á gröfum þeirra, því að fjöldi
þeirra telst í þúsundum, og nöfn
þeirra eru sokkin í gleymskunnar
djúp.
var ekki laust við, að hann hnykl-
aði brúnir. — Svo sneri hann við.
Gömul kona, gráhærð, hógvær á
svip með gult andlit og svarta
hyrnu á herðum, sat í sófa við lít-
ið borð í lítilli stofu og heklaði.
Við fætur hennar lá köttur og mal-
aði. Hann hét Dommistikk. Hann
var gamall og tryggur heimilis-
köttur við fætur húsmóður sinnar.
— Undarlegur köttur, — að hann
skyldi ekki heldur liggja uppi í sóf-
anum. —
Á veggnum bak við gamla sófann
voru gamlar myndir af forfeðrum
hennar og mannsins hennar í
marga ættliði.
Hurðin opnaðist. Það var ekki
að marka, þó hún hefði ekki heyrt
umgang, þvj hún heyrði stundum
illa,
Inn kom gamall maður. Hann
var með snjáðan, svartan hatt á
höfði, en tók hann ofan um leið
og hann kom inn úr dyrurum.