Dvöl - 01.09.1944, Blaðsíða 67
DVÖL
209
Gitanó horfð'i grafkyrr ofan á diskinn sinn.
„Það er leitt að við getum ekki haft hann,“ sagði frú Tiflín.
„Enga vitleysu," sagði Karl gramur.
Þegar búið var að borða fóru þeir Karl, Billi Búkk og Jói inn i dag-
stofu til að sitja um stund, en Gitanó gekk gegnum eldhúsið og út um
bakdyrnar án þess að kveðja eða þakka fyrir sig. Jói sat og horfði á
föður sinn í laumi. Hann vissi, að faðir hans var í illu skapi.
„Það er allt fullt af þessum gömlu pesönum,“ sagði Karl viö Billa Búkk.
„Þeir eru skrattans ári góðir karlar,“ sagði Billi þeim til varnar. „Þeir
geta unnið miklu eldri en hvítir menn. Ég hef séð einn, sem var orð-
inn hundrað og fimm ára, og hann gat enn setið á hestbaki. Og hvenær
sér maður hvítan mann á aldur við Gitanó ganga tuttugu til þrjátíu
mílur?“
„Já, þeir eru seigir, það veit ég,“ samsinnti Karl. „En tekur þú svari
hans líka, ha? Ég skal segja þér, Billi, ég á nógu bágt með að halda
kotinu fyrir Ítalíubanka þó að ég fjölgi ekki á fóðrunum. Þú veizt það,
Billi,“
„Ég fer nærri um það,“ sagði Billi. „Ef þú værir ríkur, það væri annað
mál.“
„Það er satt. Og hann er svo sem ekki frændlaus, mágur hans og
systursynir hérna í Monterey. Hví skyldi ég gera mér rellu út af honum?“
Jói sat þögull og hlustaði, og honum var sem hann heyrði hina þýðu
rödd Gitanós og hin óræku orð hans: „Ég fæddist hér.“ Gitanó var
dularfullur eins og fjöllin. Þar kom einn kamburinn eftir annan eins
hátt og séð varð, en bak við efstu brúnina sem gnæfði viö himinn
var stórt ókannað land. Og Gitanó var gamall maður þangað til kom
aö hinum dökku dauflegu augum. Og bak við þau var eitthvað dulið.
Hann talaði aldrei svo mikið að hægt væri að ráða í hvað inni fyrir
væri; að baki augnanna. Jóa fannst hann vera dreginn ómótstæðilega
út að skálanum. Hann stóð upp úr stólnum meðan faðir hans hélt
áfram að tala og hvarf hljóðlega út úr dyrunum.
Nóttin var koldimm og fjarlæg hljóð bárust glöggt að eyrum hans.
Yfir um hæðina, utan af veginum heyrðist ómur frá vagnbjöllum. Jói
lagði leið sína yfir dimman garðinn. Hann sá, að það var ljós í glugg-
anum á litlu stofunni i skálanum. Af því að nóttin var full leyndar-
öóma gekk hann varlega upp að glugganum og gægðist inn. Gitanó
sat í ruggustólnum og sneri baki í gluggann. Með hægri hendinni strauk
hann hægt yfir eitthvað sem lá í keltu hans. Jói ýtti upp hurðinni og gekk