Dvöl - 01.09.1944, Blaðsíða 75
Ö VÖL
217
Að lokum má láta þess getið, að þýð-
ing Maju Baldvins er liðlega af hendi
leyst. Ytri frágangur bókarinnar er og
hinn sæmilegasti eins og raunar flestra
bóka Pálma H. Jónssonar og Prentverks
Odds Björnssonar sér í lagi. H. S.
Þórir Bergsson: Nýjar sögur. Útg.:
ísafoldarprentsmiðja h.f. Reykja-
vík 1944.
Þórir Bergsson er höfundur, sem ekki
þarf að kynna, — þjóðin þekkir hann,
jafnvel þótt hann klæðist dulargervi.
Hann hefur ritað allmikið — einkum
smásögur — og orðið vinsæll höfundur.
í bók þeirri, er hann lætur nú frá sér
fara, eru tuttugu smásögur. Sumar þeirra
hefur maður séð áður á víðavangi blaða
og tímarita, en aðrar eru nýir gestir, og
þær eru fleiri. Þessar tuttugu sögur eru
allsundurleitur hópur; sundurleitur að
lengd, gerð og gæðum. Lengsta sagan
í bókinni er „Útverðir mannheima." Það
er átakanleg saga, þrungin magni grimmra
örlaga. Það er hetjusaga og baráttusaga
barnanna, sem náttúra norðurhjarans
hefur alið. Það er sagan um stofninn,
sem „bognar aldrei — brotnar í bylnum
stóra seinast." Þetta er góð saga, sögð
af skilningi og samúð. Þó er hún ekki
bezta sagan í bókinni og ýmislegt má
að henni finna. Bygging hennar er frem-
ur lausleg og þar eru dregnar ýmsar
myndir, sem ekki hnitmiðast við aðal-
inntak sögunnar. Hún er full löng.
Því verður ekki neitaö, að í bók þessari
eru sögur, sem ætla mætti aö Þórir
Bergsson hefði getað skrifað betur. Sag-
an „Nýr maður“ er fremur fátækleg og
sviplítil — minnir svolítið á mynd af
sviplitlu landslagi í slæmu skyggni. „Lítil
saga um líf og dauða“ er ofurlítið svip-
leiftur samtíðarkvenna, ekki svo ólikinda-
tegt, en þegar lestri er lokið, er maður
ofurlítið vonsvikinn — einna líkast því,
er einhver kunningi segir manni skrítlu,
sem enginn rúsína er í, þegar til kemur.
Þær eru þó miklu fleiri sögurnar í
þessari bók, sem segja má um, að séu
vel gerðar og margar ágætlega. Mér finnst
„Kveikur" vera bezta sagan í bókinni,
— sagan um stríðið og gömlu konuna,
sem ekki gat fengið kveik í olíuvélina
sína, fyrr en stríðið væri búið. Þetta er
sterk saga og næmi höfundarins á mann-
leg viðhorf til lífsins nýtur sín barna
ágætlega. Gamla konan er heilsteypt
persóna, eðlileg og raunhæf, en þó sér-
stæð og sérkennileg, eins og hver og
ein lifandi vera. Prásögnin er fleyg og
ilmandi og flötur sögunnar hæfilega stór
til þess að gefa og beina sýn í líf og lífs-
viðhorf þessarar gömiu og góðlátlegu
konu. Við þekkjum þessa konu úr lífinu,
en höfum kannske ekki veitt henni ja.fn
nána athygli og höfundur þessarar sögu.
Þá er sagan „Gróði“ ágæt. Hún er um
tvö börn — lítinn dreng og gamlan mann,
— sem lífið leiðir saman, og samvistirnar
veita báðum gleði og fyllingu. Þetta er
hugðnæm og fögur saga um afagleðina,
sem á svo djúpar rætur í hjörtum gam-
alla manna og viröist sterkust hjá þeim,
sem engin barnabörn eiga. Það var næmt
af höfundi að velja barnlaust gamalmenni
til að túlka þessar mannlegu kenndir.
Þórir Bergsson er allsérstæður höf-
undur, og eigi leikur á tveim tungum,
að hann er nú meðal fremstu smásagna-
höfunda okkar íslendinga. Styrkur hans
er fólginn í næmum skilningi á atvikum
og viðburðum í lífi manna, og áhrifum
þessara fyrirbæra á líf einstaklinganna.
Hann er nærfærinn og nærgætinn um
eðlileg viðbrögð manna undir ákveðnum
kringumstæðum. Hann er skyggn á mann-
gerðir og tekst oft að leiða fram eðli-
legar en sérstæðar persónur. Stíll hans
og mál er ef til vill ekki eins vel þjálfað
og skilningur hans á manneskjum. Þó
er það með ágætum á stundum og ævin-
lega hafið yfir sniðleysi og eftirlikingar,