Dvöl - 01.09.1944, Blaðsíða 9

Dvöl - 01.09.1944, Blaðsíða 9
DVÖL 151 ann hans með svörtu bótunum; horfði á þennan veiklulega og holdlausa afturkreisting. „Heldurðu að þér líðist að standa hér og erta mig, þöngulhausinn þinn!“ hrópaði Jakov. „Láttu mig í friði.“ Gyðingurinn varð líka reiður og hrópaði: „Viljið þér gjöra svo vel að stilla orðum yðar í hóf, ella fáið þér fría ferð yfir girðinguna hérna!“ „Burt með þig!“ öskraði Jakov og réðst á hann. „Maður fær ekki einu sinni að komast leiðar sinnar fyrir þessum lúsugu Gyðingum.“ Rotschild nam staðar lamaður af skelfingu og bar hönd fyrir höfuð sér eins og hann vildi verj- ast höggum. Svo sneri hann sér við og hljóp burt eins og fætur toguðu. Hann hoppaði og barði saman höndum á hlaupunum og langar leiðir sást hvernig hann skalf af hræðslu. Götudrengirnir gripu tækifærið, hlupu á eftir hon- um, bentu á hann og hrópuðu: „Gyðingur, Gyðingur!“ Hundarnir eltu hann líka og geltu grimmdar- lega. Einhver fór að hlæja, það var kallað og blístrað og hundarn- ir espuðust æ meir — svo hefur sennilega einhver þeirra glefsað í hælbeinið á Rotschild, það heyrð- ist sársaukafullt skelfingaróp —. Jakov gekk í þungum þönkum eftir götunni og götudrengirnir fóru líka að hrópa á eftir honum Hann var kominn niður að ánni. Yfir höfði hans flugu lóurnar og sungu sumarljóð sín, endurnar syntu til og frá á ánni og sólin skein í heiði og sléttur vatnsflöt- urinn endurkastaði geislum henn- ar, svo að manni lá við ofbirtu í augun. Jakov gekk eftir stígnum með fram ánni. Hann sá unga og hraustlega stúlku koma út úr bað- húsinu. „Þetta er æskan“ — hugs- aði hann. Spölkorn frá baðhúsinu voru nokkrir drengir að veiða krabba. Þegar þeir komu auga á Jakov, byrjuðu þeir að hrópa stríðnislega til hans. „En sjáðu — stendur ekki þarna stórt og gamalt pílviðartré með krákuhreiðri í krónunni?“ í innstu hugarfylgsnum Jakovs skaut nú upp myndinni af litla barninu með ljósa hárið og píl- viðartrénu, sem Marfa hafði verið að tala um. „Já, þetta hlýtur að vera sama tréð, grænlaufgað, þögult og ein- mana; hvað þaö hlýtur að vera orðið gamalt, auminginn." Hann settist niður við rætur trés- ins og gaf sig endurminningunum á vald. Hinum megin við ána, þar sem nú var slétt blómstrandi gras- lendi, var áður stórvaxinn birki- lundur, og upp nakin fjöllin, sem gnæfðu við himin úti við sjón- deildarhringinn, teyg'ði sig áðul’ blágrænn og fornlegur furuskógur. Eftir fljótinu gengu stórar dráttar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.