Dvöl - 01.09.1944, Blaðsíða 12
154
DVÖL
vikudaginn — herra Ssharpovaloff
er að gifta eina dóttur sína — og
brúðkaupsveizlan verður stórfeng-
leg,“ bætti Gyðingurinn við og
kipraði saman hvarmana.
„Get ekki komið,“ sagði Jakov
og dró andann með erfiðismunum,
„ég er veikur, vinur minn.“
Svo hélt hann áfram að leika
á fiðluna og tárin hrundu af
hvörmum hans og yfir hljóðfærið.
Rotschild hlustaði fullur eftirtekt-
ar. Hann stóð með krosslagða
handleggi og sneri sér undan til
hálfs. Andlitsdrættir hans, sem
áður báru vott um hræðslu og ó-
framfærni, mýktust og urðu þján-
ingarfullir, augun urðu skær og
opin; eins og hann fyndi til sárs-
aukafullrar hrifningar. Hrifningar-
andvarp leið frá brjósti hans og
svo fóru tárin að hrynja niður
kinnar hans og niður yfir græna
lafafrakkann.
Svo lá Jakov allan daginn í
rúminu og kvaldist af söknuði og
þrá. Um kvöldið kom presturinn
til hans og veitti honum hina síð-
ustu þjónustu. Þegar presturinn
spurði Jakov, hvort hann hefði
ekki neina sérstaka synd á sam-
vizkunni, einbeitti hann hugsun-
um sínum og minntist þá óham-
ingjunnar, sem skein úr andliti
Mörfu og örvæntingaróps Gyðings-
ins, þegar hundurinn beit hann.
Með hálfbrostinni röddu sagði
hann:
„Gefðu Rotschild fiðluna."
„Gott,“ svaraði presturinn.
Og nú spyrja allir bæjarbúar,
hvaðan Rotschild hafi fengið svo
ágæta fiðlu. Hefirr hann keypt
hana eða stolið henni, eða hefur
kannske einhver gefið honum
hana?
Hann hefur að fullu kvatt flaut-
una og leikur nú eingöngu á fiðlu.
Tónarnir, sem hann seiðir fram
með boganum eru næstum eins
sorgþrungnir og tónar flautunnar.
En þegar hann reynir að endur-
taka lagið, sem Jakov lék á dyra-
þrepinu sínu; túlka tónarnir svo
mikið vonleysi og hryggð, að á-
heyrendurnir geta ekki tára bund-
izt, og hann fellur sjálfur í leiðslu.
Og þetta nýja cónverk vekur svo
mikla hrifningu í bænum, að verzl-
unarmenn og embættismenn kepp-
ast um að bjóða honum heim til
sín og láta hann leika þetta heill-
andi lag aftur og aftur —.
Þorraitaka
Þrengist vökin. Fannir fjúka
Fyrnast rökin góð.
Herðir tökin hjarnsins lúka.
Hímir klökugt stóð.
— Húnvetningur.