Dvöl - 01.09.1944, Blaðsíða 61
DVÖL
203
Þá kom Jói auga á mann á ferð. Hann kom gangandi í hægðum sín-
um yfir hæðarbrúnina, veginn frá Salínu, og stefndi heim að bænum.
Jói stóð á fætur og hélt líka ofan að bænum, því ef einhver var að
koma, þá vildi hann vera þar og sjá hann. Þegar drengurinn var kom-
inn heim var gesturinn ekki kominn nema hálfa leið ofan brautina,
mjósleginn maður, sérlega beinn í baki. Jói gat séð að hann var gamall
á því einu, að hann sló hælunum svo harkalega til jarðar. Er hann nálg-
aðist, sá Jói að hann var í bláum buxum og treyju úr sama efni. Hann
hafði sauðskinnskó á fótunum og gamlan flatbarða hattkúf á höfðinu.
Á bakinu bar hann strigapoka, hnúðóttan og troðfullan. Eftir fáein
augnablik var hann kominn svo nærri að sá í andlit honum. Og and-
litið var dökkt eins og þurrkað nautakjöt. Ofan yfir munninn hékk blá-
hvítt yfirskegg, og hárið var einnig hvítt, þar sem það sást aftan á
hálsinum. Hörundið á andliti hans féll þétt að holdlausum beinunum,
svo að nefið og hakan virtust hvöss og brothætt. Augun voru stór og
djúp og dökk, og augnalokin féllu þétt aö þeim. Lithimna og augasteinn
runnu saman í eitt, og voru mjög dökk, en augahimnan var brún. And-
litið var alveg hrukkulaust. Hann hafði hneppt bláu bómullartreyjuna
upp í háls með látúnshnöppum, eins og allir gera sem ganga skyrtu-
lausir. Fram úr ermunum komu sterkir beinaberir úlnliðir og hendur
sem voru krepptar og knýttar og harðar eins og trjágreinar. Neglurnar
voru flatar og þverar og gljáandi.
Gamli maðurinn gekk alveg heim að hliðinu og fleygði af sér pok-
anum er hann kom móts við Jóa. Varirnar bærðust lítið eitt og mjúk
öpersónuleg rödd rauf þögnina.
„Átt þú heima hér?“
Jói fór hjá sér. Hann sneri sér við og leit heim að bænum, og síðan
í áttina til hesthússins, þar sem faðir hans og Billi Búkk voru. ,,Já,“
sagði hann, þegar engin hjálp kom úr þeirri átt.
„Ég er kominn aftur,“ sagði gamli maðurinn. „Ég er Gitanó, og ég
ar kominn aftur.“
Jói gat ekki risið undir allri þessari ábyrgð. Hann sneri sér snögglega
viö, og hljóp inn í bæinn eftir hjálp, og útihurðin skall í lás á eftir
Áonum. Móðir hans var i eldhúsinu að bora úr götum á' óhreinu sigti
öieð hárnál, og beit á vörina með einbeitni.
„Það er gamall maður,“ hrópaði Jói æstur. „Það er gamall pesani,
°g hann segist vera kominn aftur.“
Móðir hans lagði sigtið frá sér og stakk hárnálinni bak við vaskinn.