Dvöl - 01.09.1944, Blaðsíða 70

Dvöl - 01.09.1944, Blaðsíða 70
212 DVÖL Mosinii á Kaldadal Öll kennileiti byggðar og heiða liggja langt að baki. — Við höfum náð hæstu hrjóstrum Kaldadals, ökum í kvöldsól og logni eftir rudd- um vegi, milli stórra steina — steina af öllum stærðum, lögun- um og litum. Já, litum — því þó að steinarnir beri allir sama yfir- bragð, að heita má, þá hefur mos- inn tyllt sér alls staðar þar sem hann gat — mosinn með alla sína undraliti. Jafnvel hæst uppi á Skúlaskeiði reynir hann að láta fegurð sína akína á t'röllauknu stórgrjóti, þótt örðugt sé. Á sumum stærstu steinunum eru aðeins smá- doppur með stóru millibili — litl- ar leggvana blómkrónur í rauðum, gulum, grænum og brúnum farfa- röðum — allt frá þeim ljósasta lit og upp í hinn skuggadýpsta. Sumar þessar litlu doppur grá- steinanna tindra í ótrúlega skær- um lit: fagurrauðar, heiðgular, eins og þær séu hræddar um að annars verði ekki eftir þeim tekið í hinu mikla gráríki grjótsins. Ég hlæ við þeim og augu þeirra fylgja mér, þó að vagninn þjóti hjá. En stærstu mosabreiðurnar eru neðar á daln- um, við erum komin fram hjá þeim, litadraumur þeirra fylgir mér og fyllir sál mína gleði og þökk. Þeg- ar ég átti ekki lengur von neinnar tilbreytingar frá grárri grjótauðn og leirbornum melum — kom mos- inn, kom á móti okkur í stórum breiðum og litlum. Á milli steina og yfir steina lágu margbreyttir skrautlitir er virtust taka höndum saman og mynda hið fegursta sam- ræmi. Sumarfagrir farfar liðu hjá und- ir sól að sjá og gáfu okkur um leið gjöf gleðinnar — óvæntrar gleði og nýrrar. Við opnuðum vagn- gluggana og veifuðum til mosa- dísanna. Og það var sem þær hneigðu sig til okkar á móti er kvöldskinið og flugið á vagninum mynduðu breytilega og sindrandi hreyfingu yfir glitábreiðu mosans. mest að gráta til að losna við hana úr brjóstinu. Hann lagðist í grænt grasið hjá stampinum við kjarrið. Hann krosslagði handleggina yfir augun og lá þarna langa stund, og hann var gagntekinn af djúpri sorg. (Framh.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.