Dvöl - 01.09.1944, Blaðsíða 70
212
DVÖL
Mosinii á Kaldadal
Öll kennileiti byggðar og heiða
liggja langt að baki. — Við höfum
náð hæstu hrjóstrum Kaldadals,
ökum í kvöldsól og logni eftir rudd-
um vegi, milli stórra steina —
steina af öllum stærðum, lögun-
um og litum. Já, litum — því þó
að steinarnir beri allir sama yfir-
bragð, að heita má, þá hefur mos-
inn tyllt sér alls staðar þar sem
hann gat — mosinn með alla sína
undraliti. Jafnvel hæst uppi á
Skúlaskeiði reynir hann að láta
fegurð sína akína á t'röllauknu
stórgrjóti, þótt örðugt sé. Á sumum
stærstu steinunum eru aðeins smá-
doppur með stóru millibili — litl-
ar leggvana blómkrónur í rauðum,
gulum, grænum og brúnum farfa-
röðum — allt frá þeim ljósasta
lit og upp í hinn skuggadýpsta.
Sumar þessar litlu doppur grá-
steinanna tindra í ótrúlega skær-
um lit: fagurrauðar, heiðgular, eins
og þær séu hræddar um að annars
verði ekki eftir þeim tekið í hinu
mikla gráríki grjótsins. Ég hlæ við
þeim og augu þeirra fylgja mér,
þó að vagninn þjóti hjá. En stærstu
mosabreiðurnar eru neðar á daln-
um, við erum komin fram hjá þeim,
litadraumur þeirra fylgir mér og
fyllir sál mína gleði og þökk. Þeg-
ar ég átti ekki lengur von neinnar
tilbreytingar frá grárri grjótauðn
og leirbornum melum — kom mos-
inn, kom á móti okkur í stórum
breiðum og litlum. Á milli steina
og yfir steina lágu margbreyttir
skrautlitir er virtust taka höndum
saman og mynda hið fegursta sam-
ræmi.
Sumarfagrir farfar liðu hjá und-
ir sól að sjá og gáfu okkur um
leið gjöf gleðinnar — óvæntrar
gleði og nýrrar. Við opnuðum vagn-
gluggana og veifuðum til mosa-
dísanna. Og það var sem þær
hneigðu sig til okkar á móti er
kvöldskinið og flugið á vagninum
mynduðu breytilega og sindrandi
hreyfingu yfir glitábreiðu mosans.
mest að gráta til að losna við hana úr brjóstinu. Hann lagðist í grænt
grasið hjá stampinum við kjarrið. Hann krosslagði handleggina yfir
augun og lá þarna langa stund, og hann var gagntekinn af djúpri sorg.
(Framh.)