Dvöl - 01.09.1944, Blaðsíða 27

Dvöl - 01.09.1944, Blaðsíða 27
D VÖL 169 Innan við girðinguna lá grind- horuð kýr, og sóðalegur grís var að róta upp moldinni í húsagarðin- um, því að hlið hans hafði verið skilið eftir opið. í miðjum húsa- garðinum stóð autt rúmstæði, og náttklæði dánu konunnar lágu á garðgrindunum. Brotatimbur úr kofanum lá þar á víð og dreif. í brákaðri gluggagrindinni stóð lít- ill baukur úr birki með smyrslum í. Gluggarúðurnar, sem enn voru eftir í grindinni, voru sprungnar og óhreinar. Það var auðséð á öllu, að landnámsmaðurinn hafði reynt að bjarga sér eftir beztu getu þarna í óbyggðinni. Dálítill akur- blettur hafði verið ræktaður þarna, og skógurinn ruddur af nokkru svæði. En svo hafði ein- yrkjanum auðsjáanlega ekki unn- izt tími né þrek til meiri fram- kvæmda. Hann hafði fellt birki- skóginn umhverfis kofann neðan til í ásnum og ræktað dálítinn engjablett við ásfótinn. En að baki kotinu, ofar í ásnum, reis greni- skógurinn enn eins og ógnandi múr. Þar hafði einyrkinn orðið að láta staðar numið. Ég stóð langa stund í garði hins eyðilagða húss. Vindurinn hvein ömurlega í skóginum, og byssu- hólkurinn minn blístraði við eyra hiér, sárt og skerandi. Hlutverki landnemans var lokið. Hann átti hér ekkert ógert fram- ah Lind krafta hans og starfs- þrár var þorrin. Eldur augna hans var kulnaður, og sjálftraust fyrstu hjúskapardaganna var frá honum vikið. Seinna kemur einhver annar og sezt að í rjóðrinu, þar sem kotið hans stóð. Ef til vill verður ham- ingjan honum hliðhollari. Byrj- unin verður heldur ekki eins örð- ug, því að þarna er dálítið rjóð- ur, en ekki þéttur skógur ósnort- inn af manna höndum. Hann get- ur byggt bjálkakofann sinn á gömlum grunni og sáð í akurblett- inn, sem búið er að brjóta og rækta fyrir hann. Kannske verð- ur þetta með tímanum myndarleg- asta býli, og ef til vill vex hér smátt og smátt upp dálítið þorp. Og þá mun enginn hugsa um þau, sem fyrst stungu hér páli í jörð og reistu hér bú og lögðu í það allt sem þau áttu — sitt óbug- aða æskuþrek. Þau voru eins og börn — lítill drengur og lítil stúlka. En þannig er fólkið, sem numið hefur óbyggðir Finnlands og breytt þeim í frjóa akra. Ef þau, sem þessi saga getur, hefðu dvalið á- fram á prestssetrinu — hann fjósamaður og hún vinnukona —, hefði líf þeirra kannske orðið auð- veldara, öruggara og gleðiríkara. En skógarásinn við mýrarfenið hefði áfram verið ónuminn og ó- ræktaður, og moldin þar haldið á- fram að næra hinn villta skóg. En þegar kornstangirnar blika
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.