Dvöl - 01.09.1944, Blaðsíða 5
D VÖL
147
að fara í rúmið. Jakov hafði leikið
á fiðluna sína allan daginn. Þegar
rökkvaði náði hann í vasabókina
sína, þar sem hann var vanur að
skrifa niður öll sín töp, og fór að
leggja saman árstapið sér til af-
þreyingar. Það var yfir þúsund
rúblur. Hann var svo hrelldur yfir
þessari staðreynd, að hann kastaði
talnagrindinni sinni í gólfið og
stappaði niður fótunum. Síðan tók
hann samt talnagrindina upp aft-
ur, andvarpaði þunglega og hélt á-
fram reikningnum. Andlit hans
var orðið blárautt og vott af svita.
Hann hugsaði um það, að ef þetta
tapaða þúsund hefði verið lagt á
vöxtu, hefði það gefið 40 rúblur í
rentur árlega. Þannig voru þessar
40 rúblur einnig tap. Tapið steðjaði
alls staðar að, hvert sem augum
var litið.
„Jakov,“ kallaði Marfa allt í einu,
— „ég dey“ —
Hann leit til konunnar. Andlit
hennar var rjótt af sótthitanum
og óvenjulegur friður og ánægja
virtist þregða birtu á svip hennar.
Jakov, sem vanur var að sjá hana
föla, hrædda og óhamingjusama,
varð hálfruglaður. Það leit sann-
arlega út fyrir, að hún væri að
deyja og væri glöð yfir að fá að yf-
irgefa að fullu heimili sitt, líkkist-
urnar og Jakov.
Hún horfði upp í loftið og bærði
varirnar. Andlitssvipurinn var
hamingjusamur, eins og hún sæi
þegar dauðann, frelsara sinn, og
talaði við hann í hálfum hljóðum.
Það byrjaði að djarfa fyrir nýj-
um degi, og inn um gluggann bárst
bjarmi morgunroðans. Jakov horfði
á gömlu konuna sína og allt í einu,
hann vissi ekki hvers vegna, fór
hann að hugsa um það, hvort hann
hefði nokkru sinni talað til hennar
hlýlegu orði eða sýnt henni nær-
gætni. Aldrei hafði hann gefið
henni svo mikið sem einn skýlu-
klút, eða fært henni munngæti frá
einhverri brúðkaupsveizlunni, en
hann hafði skammað hana, ausið
úr skálum reiði sinnar yfir hana
og hótað henni með hnýttum hnef-
um. Auðvitað hafði hann aldrei
barið konu sína, en hann hafði
hrætt hana svo, að hún stirðnaði
í hvert sinn af skelfingu. Já, hann
hafði meira að segja bannað henni
að drekka te, því heimilisútgjöldin
voru nóg, þótt ekki væri eytt í
slíkan óþarfa, svo hún drakk aðeins
soðið vatn. Og nú skildi hann,
hvers vegna hún hafði fengið þetta
einkennilega, ánægjuríka yfirbragð
er hún fann nálægð dauðans, og
Jakov fann til hræðslu.
í morgunmálið fékk hann lánað-
an hest hjá einum nágranna sín-
um og keyrði Mörfu til sjúkrahúss-
ins. Þar voru ekki margir sjúkling-
ar, svo hann þurfti ekki að bíða
lengi — aðeins tæpa þrjá tíma. Sér
til hughreystingar sá hann, að það
var ekki yfirlæknirinn, sem tók á