Dvöl - 01.09.1944, Blaðsíða 43
e>völ
185
um, og það gat riðið baggamun-
inn. — Eða? Ný hugsun greip hann.
eins og leiftur og honum hitnaði
öllum við þá tilhugsun. Og hægt
og rólega gekk hann leið sína,
staldraði við, horfði í kringum sig,
hugsaði málið, vel og vandlega frá
öllum hliðum, glotti við, kinkaði
kolli út í loftið, muldraði og raul-
aði vísu. —
Skammt fyrir ofan brúnina, fyrir
ofan bæinn og undir hlíðum Vala-
núpsins voru rústir af gömlu seli.
Þar höfðu verið beitarhús áður,
en voru nú lögð niöur. Þar var heit
laug og rauk úr henni í frostlogn-
inu. — Þangað gekk Hermundur
Jónatansson. Hægt og rólega tók
hann meðulin upp úr vasa sínum,
glösin tvö voru vafin innan í bréf,
annað flatt, nokkuð stórt glas og
stóð á því áburður, hitt lítið svart
glas, — 30 dropar 4 sinnum á dag.
^Jeð þolinmæði og einstakri natni
hélt maðurinn glösunum í gufunni
yíir sjóðandi hvernum, þar til
•hiðarnir losnuðu af báðum glös-
únum í einu. — Svo skipti hann
Urn miða. — Þarna sátu miðarnir,
^astir og flekklausir á blessuðum
Slösunum. — Og svo gekk Her-
'hundur hratt heim á leið tilbú-
^hn að taka öllu því, er aö hönd-
Utu bæri, með kristilegri þolinmæði
°8 jafnaðargeði.
Það fór sem hann hafði grun-
aÖ. Arngrímur gamli var mikið
hressari. Hann var auðsjáanlega
á batavegi. Veikin hafði snúizt við
um morguninn, eins og Hermund
hafði grunað. —
l
Hermundur gekk inn að rúminu
til gamla mannsins og heilsaöi
honum. Kvaðst hann vera kominn
með meðulin. „Jú, jú,“ sagði Arn-
grimur, „stundum hafa menn ver-
ið fljótari að fara hérna yfir háls-
inn, trúi ég, en það þurfti nú ekki
að flýta sér, ég hvorki þarf né
vil nein meðul.“ — „Jæja,“ sagði
Hermundur; „það er gott að þú
ert að batna.“ „Gott!“ gamli maö-
urinn renndi til hans augunum.
„Jú þér mun þykja það gott, vænti
ég. Ekki hefur þú haft svo lítið
fyrir því að sækja þessi meðul.
Hvað kosta þau?“ „Þrjár og fimm-
tíu.“ „Nú, nú,“ sagði Arngrímur.
„ekki er það nú gefið. Lína! láttu
glösin þarna upp á hilluna fyrir
ofan rúmið mitt. Ég nota þau ef
mér versnar aftur í kvöld. Buddan
mín er hérna undir koddanum, það
er bezt að þú borgir honum þetta
strax. Ég kann ekki við að skulda.“
Hermundur fór fram fyrir. —Þrátt
fyrir vonbrigðin var hann þó feg-
inn, að karlinn vildi ekki taka
meðalið inn. Hann var hálfhrædd-
ur um, að áburöurinn væri eitrað-
ur, þótt engir krossar væru á
glasinu, úr því sem komið var,
þótti honum vænt um, að karl-
inn vildi ekki snerta við þessu
gutli. „ég hef aldrei gutlað í mig