Dvöl - 01.09.1944, Blaðsíða 50
192
D VÖL
Sesselja
Gftlr Signrð Elkjær
Leifur Haraldason þýddi
Sýslumaðurinn á Bygghólmi lét
varpa Sesselju Jensdóttur í hunda-
smuguna undir portturninum. Það
var óhugnanleg vistarvera, en þó
rétt mátuleg handa sveitastúlku,
sem ráðið hafði barni sínu bana.
Sagginn rann niður óhrjálega
steinveggina. Frá gólfinu lagði
megnan daun af mygluðum hálmi
og öðru enn þá verra.
Sesselja hnipraði sig saman í
einu dimmasta horninu. Þar lá hún
með úfið hárið, eins og stórt, loð-
ið dýr, kjökrandi og kveinandi,
þótt -ekkert væri að henni.
„Hún er mesti fjörkálfur,“ sagði
fangavörðurinn. „Hún etur allt,
sem henni er fært, leifir aldrei svo
miklu sem brauðmola, og hún sleik-
ir fatið eins og hundur.“
Verðinum hafði líka komið til
hugar að færa henni fang af hrein-
um hálmi. Hann var ekki neitt
illmenni. En hvernig launaði hún
svo góðvild hans! Þegar hann vildi
prófa þurra fletið með henni, klór-
aði hún bæði og beit, og varnaði
honum þannig að fá vilja sínum
framlengt. Og var hann þó vel að
manni.
„Þá geturðu hvílt, eins og þú
hefur um þig búið, Sesselja Jens-
dóttir,“ mælti hánn réttilega og
fangaði hálminn aftur. Sesselja
hvæsti, þar til hann hvarf með
hálmfangið sitt.
Svo ódæl var hún og skammsýn,
þó að þegar væri búið að brýna
böðulsöxina fyrir hálsinn á henni,
að hún kenndi ekki neinnar löng-
unar til þess að sykra þá fáu, súru
daga, sem hún átti eftir!
Sóknarpresturinn í Krossanesi,
Páll Rytter, gat ekki heldur kom-
ið neinu tauti við Sesselju. Hann
vildi snúa henni til afturhvarfs og
iðrunar, áður en það var um sein-
an. En öll hans fyrirhöfn virtist
unnin fyrir gýg. Hann var þó góð-
menni og hafði mikla æfingu í að
snúa fólki til afturhvarfs. Hann
talaði af svo mikilli einlægni, að
tárin runnu niður grátt skeggið.
Stúlkan starði aðeins á hann stór-
um augum, eins og hún hugsaði:
Yfir hverju er þessi göfuglyndi
öldungur að gráta? Hann hefur
þó enga ástæðu til þess að vera
sorgbitinn!
Prestinum tókst ekki að toga út
úr henni aukatekið orð, jafnvel
þótt hann spyrði hana blátt áfram,
hvort hún vildi heldur fara upp