Dvöl - 01.09.1944, Blaðsíða 78
220
DVÖI,
mun um leið hafa átt að vera gagnrýni
á þessar riddarasagna-bókmenntir. Bókin
náði strax óhemju vinsældum og hefur
haldið þeim lítt skertum fram undir
þennan dag. Nú er að geta sér til um það,
hversu henni muni verða til vina meðal
íslenzkra lesenda. Ekki er því að leyna,
að hætt mun við, að einhverjum finnist
gæði hennar ekki svara fullkomlega til
frægðarinnar. Ádeiluefnið — hinar gömlu
riddarasögur — þekkja íslenzkir lesendur
lítt, og þess vegna er hætt við, að menn
kunni eigi að skilja og meta ádeiluna
sjálfa eða gildi hennar. Er það og eðli-
legt. Stíll bókarinnar, fyndni höfundar-
ins og persónugerð býr heldur ekki yfir
þeim skyldleika við raunveruleikann, sem
gefur gamanseminni liti og sögupersónum
líf. Bókin verður varla stikuð á mæli-
kvarða nútíðar, og hinn gamli kvarði,
sem henni hæfir, ekki nema í fárra eigu.
Þó má vafalaust segja, að riddarinn og
skjaldsveinn hans, séu allvel gerðar per-
sónur og hefji sig nokkuð yfir tíð og
tíma — en þá er líka upp talið..
Þó er ekki loku fyrir það skotið, að
einhverjir hafi ánægju af bókinni —
einkum drengir á fermingaraldri. Bókin
er allmikið stytt í þessari útgáfu og
skreytt allmörgum skopmyndum, og ætti
það að auka gildi hennar í augum drengja.
A. K.
Hafurskinna. — Safn kvæða og
kveðlinga frá 17. og 18. öld. Safnað
af Konráð Vilhjálmssyni. Bóka-
útgáfa Pálma H. Jónssonar, Ak-
ureyri.
Vísna- og ljóðagerð hefur löngum ver-
ið alþýðuiðja á íslandi. Hún var dægra-
dvöl og hugargaman. Viðburðir lífsins
urðu alþýðuskáldunum ótæmandi upp-
spretta efnis í stökur og stef. Þjóðinni
hefur frá öndverðu legið í minni og á
tungu ógrynni kvæða og kveðlinga —
myndir úr lífi þjóðarinnar sjálfrar. Þess-
ar myndir voru margar hverjar, hvergi
varðveittar nema í hugum hinna lifandi
manna, og svö má segja, að með hverjum
manni, sem fluttist úr lífsins táradal,
hafi eitthvað af þessum sjóði fallið í
gleymskunnar haf — glatazt að fullu og
öllu.
Á seinni árum hafa ýmsir nýtir menn
reynt að bjarga þeim molum af þessu
tagi, sem má finna á fjörum. Einn þess-
ara manna er Konráð Vilhjálmsson. Hef-
ur hann af mikilli alúð safnað margvís-
legum þjóðlegum fróðleik, og mun það
starf hans verða metið að verðleikum,
er tímar líða. Nú hefur Konráð búið til
prentunar úrval úr kvæðasafni sínu, og
er fyrsta hefti þess komið út, og nefnir
hann það Hafurskinnu. Er þetta snot-
urt hefti í litlu broti, fimm arkir að stærð.
Eru í heftinu allmörg kvæði og kveðlingar
eftir ýmis kunn og lítt kunn alþýðuskáld
frá 17. og 18. öld. Allt er þetta áður ó-
prentað eða prentað fyrir löngu og nú
ófáanlegt almenningi. Er þarna margt
skemmtilegra og athyglisverðra kvæða og
vísna. Meðal höfundanna má nefna Stefán
Ólafsson, skáld, Árna Jónsson, Eyjafjarð-
arskáld og Snorra Björnsson á Húsafelli.
Sést það gerla á kvæði Snorra, er heitir
„Þorrabíykur," að honum hefur fleira
verið vel gefið en líkamlegir aflsmunir.
Er kvæði þetta hið snjallasta og með því
bezta í kverinu. Um kvæðin má segja,
að þau séu skemmtilegar myndir úr þjóð-
lífi 17. og 18. aldarinnar.
Konráð hyggst að gefa út annað kver
á næsta ári, og mun margur hlakka til
að halda lestrinum áfram.
A. K.
Tímarit Breiðfirðingafélagsins I. árg.
1942, II. árg. 1943.
Rit þetta gerir tilraun til að sameina
það tvennt, að vera málgagn Breiðfirð-
ingafélagsins og vettvangur umræðna
varðandi breiðfirzka sögu og menningu.