Dvöl - 01.09.1944, Blaðsíða 40
182
DVOL
munt hafa gleymt þessu lítilræði,
sem ég bað þig að kaupa fyrir
mig. Þú hefur víst ekki mátt vera
að því að sinna því, fyrir þessum,
— þessum bó—ókum.“ — „Brenni-
vínið og kaffið er í koffortinu, ég
vænti þú getir leyst utan af því
sjálfur og fundið það,“ sagði Her-
mundur. „Ætli það væri ekki þarf-
ara,“ sagði Arngrímur, „að þú feng-
ir þér lambskjátu, blásnauður ræf--
illinn, en þessar bókaskræður. Ætl,
ekki það.“ — Nú lei't Hermundur
upp. Hann var loðbrýndur. augun
lítil og stutt milli þeirra, viðsjál
og óviðfelldin augu, — þá sjaldan
i þau sást. „Brennivínið og tóbak-
ið er víst þarfara,“ sagði hann. —
Arngrímur svaraði engu; en gekk
fram. — Þannig ræddust þeir við
í einrúmi, en þegar aðrir heyrðu
til, var fátt um samræður. — —
Hermundur á Valanúpi þagði og
beiö og las. Enginn maður í þeirri
sveit hafði lesið annað eins né
vissi svipað því eins mikið. — Enn
hvíldi fortíðin eins og skuggi yfir
honum, ennþá var hann aðeins
vinnumaður, — ennþá lifði Arn-
grímur ríki og lá eins og ormur
á gulli sínu, þótt hann væri kom-
inn mikið yfir sjötugt og heilsan
farin að bila. — En Hermundur
græddi líka, — alveg ótrúlega.
Hann hafði þegar tekið jörð á
leigu og hafði þar fólk og fé, —
um hundrað fjár og mörg hross.
— í laumi þótti Arngrími vænt
um þetta, því svo mikið vissi hann
um sína hagi, að hann þóttist
þess fullviss, að ekki hefði strák-
urinn stolið frá honum. Og hvað
varðaði hann þá um það, hvernig
hann græddi? Ekki mikið. — Víst
var um það, að það var þó alltaf
bót í máli, að við reytum hans
tæki maður, sem kunni að fara
með fé. — Það var svo sem ekki
alveg víst; nema eitthvað væri á
því að græða að lesa bækur, þótt
hann sjálfur hefði aldrei fengizt
við þaö. — Og ekki eyddi Her-
mundur í tóbak og brennivín. —
Ekki eyddi hann í það. —
Svo, — loksins, — lagðist Arn-
grímur veikur. Hafði verið kvef-
aður nokkra daga. — Það gekk
kvef og krakkarnir höfðu legið. —
Gamli maðurinn smáversnaði af
þessu, loks fór hann alveg í rúm-
ið. — Aldrei hafði hann áður leg-
ið rúmfastur, síðan Hermundur
kom að Valanúpi, og honum þyngdi
óðum. — Á öðrum degi sendi hann
Sigurlínu, dóttur sína, með lykla
sína fram í skála, og lét hana
sækja brennivínsflöskuna. Aldrei í
manna minnum hafði neinn kom-
ið í þann skála nema að Arngrími
viðstöddum. Því þótt hann ætti
góða stofu hinum megin við bæj-
ardyrnar, stofu með skattholi og
skáp, borði og stólum og uppbúnu
gestarúmi, þá vissu þó allir, að
skálinn var hans allrahelgasta,
þar sat hann oft og sýslaði. Þar