Dvöl - 01.09.1944, Síða 40

Dvöl - 01.09.1944, Síða 40
182 DVOL munt hafa gleymt þessu lítilræði, sem ég bað þig að kaupa fyrir mig. Þú hefur víst ekki mátt vera að því að sinna því, fyrir þessum, — þessum bó—ókum.“ — „Brenni- vínið og kaffið er í koffortinu, ég vænti þú getir leyst utan af því sjálfur og fundið það,“ sagði Her- mundur. „Ætli það væri ekki þarf- ara,“ sagði Arngrímur, „að þú feng- ir þér lambskjátu, blásnauður ræf-- illinn, en þessar bókaskræður. Ætl, ekki það.“ — Nú lei't Hermundur upp. Hann var loðbrýndur. augun lítil og stutt milli þeirra, viðsjál og óviðfelldin augu, — þá sjaldan i þau sást. „Brennivínið og tóbak- ið er víst þarfara,“ sagði hann. — Arngrímur svaraði engu; en gekk fram. — Þannig ræddust þeir við í einrúmi, en þegar aðrir heyrðu til, var fátt um samræður. — — Hermundur á Valanúpi þagði og beiö og las. Enginn maður í þeirri sveit hafði lesið annað eins né vissi svipað því eins mikið. — Enn hvíldi fortíðin eins og skuggi yfir honum, ennþá var hann aðeins vinnumaður, — ennþá lifði Arn- grímur ríki og lá eins og ormur á gulli sínu, þótt hann væri kom- inn mikið yfir sjötugt og heilsan farin að bila. — En Hermundur græddi líka, — alveg ótrúlega. Hann hafði þegar tekið jörð á leigu og hafði þar fólk og fé, — um hundrað fjár og mörg hross. — í laumi þótti Arngrími vænt um þetta, því svo mikið vissi hann um sína hagi, að hann þóttist þess fullviss, að ekki hefði strák- urinn stolið frá honum. Og hvað varðaði hann þá um það, hvernig hann græddi? Ekki mikið. — Víst var um það, að það var þó alltaf bót í máli, að við reytum hans tæki maður, sem kunni að fara með fé. — Það var svo sem ekki alveg víst; nema eitthvað væri á því að græða að lesa bækur, þótt hann sjálfur hefði aldrei fengizt við þaö. — Og ekki eyddi Her- mundur í tóbak og brennivín. — Ekki eyddi hann í það. — Svo, — loksins, — lagðist Arn- grímur veikur. Hafði verið kvef- aður nokkra daga. — Það gekk kvef og krakkarnir höfðu legið. — Gamli maðurinn smáversnaði af þessu, loks fór hann alveg í rúm- ið. — Aldrei hafði hann áður leg- ið rúmfastur, síðan Hermundur kom að Valanúpi, og honum þyngdi óðum. — Á öðrum degi sendi hann Sigurlínu, dóttur sína, með lykla sína fram í skála, og lét hana sækja brennivínsflöskuna. Aldrei í manna minnum hafði neinn kom- ið í þann skála nema að Arngrími viðstöddum. Því þótt hann ætti góða stofu hinum megin við bæj- ardyrnar, stofu með skattholi og skáp, borði og stólum og uppbúnu gestarúmi, þá vissu þó allir, að skálinn var hans allrahelgasta, þar sat hann oft og sýslaði. Þar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.