Dvöl - 01.09.1944, Blaðsíða 63

Dvöl - 01.09.1944, Blaðsíða 63
DVÖL 205 „En við getum ekki haft hann. Við þurfum ekki fleiri vinnumenn. Hann er of gamall. Billi gerir allt sem við þurfum.“ Þau höfðu talað um hann eins og hann væri hvergi nærri, og nú hikuðu þau allt í einu bæði og litu á Gitanó og fóru hjá sér. Hann ræskti sig. „Ég er of gamall til að vinna. Ég er kominn aftur þangað sem ég fæddist.“ „Þú fæddist ekki hér,“ sagði Karl hörkulega. „Nei. í leirhúsinu yfir á hæðinni. Það var allt sami bærinn áður en þiö komuð.“ „í moldarkofanum, sem nú er hruninn í rúst?“ „Já. Ég og faöir minn. Nú ætla ég að vera hér á bænum.“ „Þú verður ekkert hér, segi ég,“ sagði Karl reiðilega, „Ég hef ekkert að gera með gamlan mann. Þetta er ekkert stórbýli. Ég hef ekki efni á fæði og læknishjálþ handa gömlum manni. Þú hlýtur að eiga ætt- ihgja og vini. Parðu til þeirra. Þetta er eins og betl, að koma svona til ókunnugra." „Ég fæddist hér,“ sagði Gitanó þolinmóður og óbifanlegur. Karl Tiflín vildi ekki vera harður, en hann fann að hann mátti til. »Þú getur fengið að éta hér í kvöld,“ sagði hann. „Þú getur sofið í litlu stofunni í skálanum. Við gefum þér morgunmat í fyrramálið, og svo Verðurðu að halda áfram. Farðu til vina þinna. Þú átt ekki að setjast UPP hjá ókunnugum til að deyja.“ Gitanó setti upp svarta hattinn sinn og beygði sig eftir pokanum. »Hérna er dótið mitt,“ sagði hann. Karl bjóst til að fara. „Komdu Billi. Við skulum ljúka við í húsunum. Jói, sýndu honum litlu stofuna í skálanum." Þeir Billi fóru nú aftur ofan í hús, en frú Tiflín gekk inn í bæinn. »Ég sendi svo eitthvað af rúmfötum ofan eftir,“ sagði hún um öxl sér. Gitanó leit spyrjandi á Jóa. „Ég skal sýna þér hvar það er,“ sagði Jói. I litlu stofunni í skálanum var beddi með heydýnum, eplaskál með áföstum tinlampa, og baklaus ruggustóll. Gitanó lagði pokann sinn ^arlega á gólfiö og settist á rúmið. Jói horfði feimnislega á hann og Éikaði við að fara. Að lokum sagði hann: »Komstu ofan úr fjöllunum?“ Gitanó hristi höfuðið. „Nei, ég var i vinnu niðri í Salínudal.“ Hugsanirnar frá kvöldinu héldu í Jóa litla. „Hefur þú nokkurn tím- ahn komið þarna upp á fjöllin?" spurði hann. Gömlu dökku augun urðu hvöss, og bjarmi þeirra lýsti yfir árin sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.