Dvöl - 01.09.1944, Blaðsíða 38
180
D V O Tj
lliiiiB gamll Ailaiii
Eftir I»óri Bei'ftHsoii
Unga fólk! Þessi saga gerist
árið nítján hundruð og fjögur —
svo óralangt aftur í grárri forn-
öld að ykkar dómi, — en aðeins
örstutt mannsævi að okkar dómi,
sem munum það vel, er kirkju-
klukkurnar hringdu og boðuðu
komu hinnar tuttugustu aldar. Við,
sem vorum þá að komast á legg,
vissum það, að þetta var okkar öld,
hún bar í skauti sínu allt það, sem
við áttum að heyra og sjá, gleði
okkar og sorgir, strit okkar og stríð;
sigra og ósigra, líf og — dauða.
Og svo stutt er mannsævin, að
hún ber í skauti sínu einnig allt
það fólk, sem nú er að þroskast.
— Því þótt nokkur af ykkur lifið
vafalaust og getið fagnað nýrri
öld, þá má mikið breytast þangað
til, ef sú öld færir ykkur, — ykk-
ur sérstaklega, — miklar og glæsi-
legar vonir og framtíðardrauma. —
Tuttugasta öldin er og verður öld
okkar allra, sem nú liíum, ungra
og aldraðra, þessi einkennilega öld,
öld samtaka og samvinnu, öld auð-
safns og kúgunar, öld frelsis og
byltinga, þegar tugir milljóna
manna hafa brotið af sér klafa
ánauðar og þrælkunar og tugir
milljóna hafa sjálfir lagt á sig
helsi ánauðar, — blóði drifin ógn-
aröld. Öld allsnægta fyrir alla, —
en þó æpir ótölulegur fjöldi fólks,
ungir og gamlir, á brauð, deyjandi
úr hungri. Sú öld, þegar menn
vita betur en nokkurn tíma áður
hvað á að gera — en gera það
ekki. Sannarlega glæsileg ógnar-
öld. En við þekkjum þetta öll svo
vel, svo ægilega vel.--------
Á fjórða ári þessarar aldar var
maður á ferð yfir lágan háls. —
Hann var gangandi. — Á þeim
tímum voru algengustu farartækin
fætur manna og hesta. Maður þessi
fór mjög hægt yfir, og voru þó
allar ástæður og aðstæður fyrir
hendi til þess, að hann færi hratt
yfir, eítir því sem föng stóðu til.
Þetta var maður á bezta aldri,
tæplega hálffertugur, knálegur á
velli og fullkomlega heill heilsu,
hvorki var hann svangur né þyrst-
ur og ekkert annað að líkamlegri
vellíðan hans. Þetta var seint á
góu. — Og við þetta bættist svo
það, að maðurinn var að sækja
meðul handa fárveikum tengda-
föður sínum, Virtist því öll ástæða
til þess að hann hraðaði ferð sinni
eftir mætti og legði allhart að sér,
að komast sem fyrst leiðar sinnar.
En það var nú öðru nær. Það var
engu líkara, en að hann hefði það