Dvöl - 01.09.1944, Blaðsíða 48
190
DVÖL
legum ævintýrum og viðburðarík-
um ferða,sögum. Hefur hann án
alls efa haft djúp áhrif á hug-
myndaflug hins verðandi skálds.
í smásögunni „Jens Jensen vefari“
lýsir Johannes á meistaralegan
hátt samlífi sínu við afa sinn.
Johannes dvaldi heima í Farsö
til seytján ára aldurs og hvarfl-
aði á þeim árum milli margvíslegra
og ólíkra framtíðaráforma. Eitt
sinni ætlaði hann að verða málari
eða prestur og seinna vélfræðingur,
liðsforingi og læknir. Svo fór hann
i latinuskólann í Víborg og tók þar
stúdentspróf 1893. Honum lét ekki
lífið þar alls kostar vel, og sótti á
hann þunglyndi, og þegar hann
nokkru seinna kom til Kaupmanna-
hafnar sótti enn í sama horfið.
Hann ætlaði þá að verða læknir
og tók próf fyrsta hlutans 1895, og
réðst síðan að sjúkrahúsi. En árið
eftir kastaði hann skyndilega af
sér læknisserknum og „hafnaði."
— eins og hann segir sjálfur — og
sendi frá sér fyrstu bók sína —
„Danskere.“ Nokkrum árum seinna
kom svo bókin „Ejnar Elkjer,“ sem
tekur hinni fyrri mjög fram.
Þó er það ekki fyrr en með
Himmerlandssögunum, er út komu
í þrem bindum, að Johannes náði
skáldfrægð. í því verki lýsir hann
heimabyggð sinni og fólkinu þar
í fortíð og nútíð. Þar lýsir hann
hversdagslegum atvikum og venju-
legu fólki af skáldlegum næmleik
og sérstæðri málsnilld. Þaö er
frumstæður kraftur og ljóðræn
hrynjandi i mörgum þessara sagna,
og þær búa yfir þjóðsagnalegri at-
burðaauðgi. Yfir þeim hvílir dap-
urleiki og þunglyndi eins og hinni
hrjóstrugu náttúru Vesthimmer-
lands. Það er eins og hinn voldugi
frumkraftur jarðarinnar rísi þar
í líki manneskjunnar.
Af öðrum bókum Johannesar má
nefna: „Kongens Fald,“ „Madame
D’Ora,“ Hjulet,“ Bræen“ og „Skib-
et.“ Eru þetta allt samstæðar bæk-
ur og lýsa lífsbaráttu hins nor-
ræna kynstofns allt frá örófi alda.
Lýsir skáldið þar meðal annars
manni ísaldarinnar og baráttu
hans við kuldann. Kemst hug-
myndaflug skáldsins á hástig í
þessum frásögnum. Seinna (1919),
bætti hann svo einni bók við þessa
samstæðu. Hét hún „Norne Gæst“
og lýsir hann þar af miklu hugar-
flugi fyrstu íbúum Danmerkur. Þá
hefur Johannes skrifað ýmsar bæk-
ur frá ferðum sínum um fjarlæg
lönd. Má þar nefna ,,Skovene“ og
„Singapoorenoveller.“
Á síðustu árum hefur Johannes
skrifað nokkur rit um náttúruvís-
indi, svo sem „Evulation og Moral“
(1925), „Djfjrenes Forvandl|ing“
(1927) og „Aandens stadier“ (1928).
Eitt af síðustu verkum Johannes-
ar V. Jensen er Freistingar dr.
Renaults, og hefur sú bók verið
lesin í íslenzka útvarpið.