Dvöl - 01.09.1944, Blaðsíða 48

Dvöl - 01.09.1944, Blaðsíða 48
190 DVÖL legum ævintýrum og viðburðarík- um ferða,sögum. Hefur hann án alls efa haft djúp áhrif á hug- myndaflug hins verðandi skálds. í smásögunni „Jens Jensen vefari“ lýsir Johannes á meistaralegan hátt samlífi sínu við afa sinn. Johannes dvaldi heima í Farsö til seytján ára aldurs og hvarfl- aði á þeim árum milli margvíslegra og ólíkra framtíðaráforma. Eitt sinni ætlaði hann að verða málari eða prestur og seinna vélfræðingur, liðsforingi og læknir. Svo fór hann i latinuskólann í Víborg og tók þar stúdentspróf 1893. Honum lét ekki lífið þar alls kostar vel, og sótti á hann þunglyndi, og þegar hann nokkru seinna kom til Kaupmanna- hafnar sótti enn í sama horfið. Hann ætlaði þá að verða læknir og tók próf fyrsta hlutans 1895, og réðst síðan að sjúkrahúsi. En árið eftir kastaði hann skyndilega af sér læknisserknum og „hafnaði." — eins og hann segir sjálfur — og sendi frá sér fyrstu bók sína — „Danskere.“ Nokkrum árum seinna kom svo bókin „Ejnar Elkjer,“ sem tekur hinni fyrri mjög fram. Þó er það ekki fyrr en með Himmerlandssögunum, er út komu í þrem bindum, að Johannes náði skáldfrægð. í því verki lýsir hann heimabyggð sinni og fólkinu þar í fortíð og nútíð. Þar lýsir hann hversdagslegum atvikum og venju- legu fólki af skáldlegum næmleik og sérstæðri málsnilld. Þaö er frumstæður kraftur og ljóðræn hrynjandi i mörgum þessara sagna, og þær búa yfir þjóðsagnalegri at- burðaauðgi. Yfir þeim hvílir dap- urleiki og þunglyndi eins og hinni hrjóstrugu náttúru Vesthimmer- lands. Það er eins og hinn voldugi frumkraftur jarðarinnar rísi þar í líki manneskjunnar. Af öðrum bókum Johannesar má nefna: „Kongens Fald,“ „Madame D’Ora,“ Hjulet,“ Bræen“ og „Skib- et.“ Eru þetta allt samstæðar bæk- ur og lýsa lífsbaráttu hins nor- ræna kynstofns allt frá örófi alda. Lýsir skáldið þar meðal annars manni ísaldarinnar og baráttu hans við kuldann. Kemst hug- myndaflug skáldsins á hástig í þessum frásögnum. Seinna (1919), bætti hann svo einni bók við þessa samstæðu. Hét hún „Norne Gæst“ og lýsir hann þar af miklu hugar- flugi fyrstu íbúum Danmerkur. Þá hefur Johannes skrifað ýmsar bæk- ur frá ferðum sínum um fjarlæg lönd. Má þar nefna ,,Skovene“ og „Singapoorenoveller.“ Á síðustu árum hefur Johannes skrifað nokkur rit um náttúruvís- indi, svo sem „Evulation og Moral“ (1925), „Djfjrenes Forvandl|ing“ (1927) og „Aandens stadier“ (1928). Eitt af síðustu verkum Johannes- ar V. Jensen er Freistingar dr. Renaults, og hefur sú bók verið lesin í íslenzka útvarpið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.