Dvöl - 01.09.1944, Blaðsíða 77
DVÖL
219
kynslóöa veriö eins breiö og tælandi og
nú.
Önnur sagan heitir „Ævintýri ísaks.“
— ísak var hestur, grár á lit, af góðu,
islenzku hestakyni i báðar ættir," segir
höfundurinn. • Hagleikur skáldsins nýtur
sín ekki í þessari sögu. Svo virðist, sem
skáldið sé ekki nægilega kunnugt hestum.
Hestamaður hlýtur að efast um að dýrið
ísak sé af hestakyni í aðra ættina, hvað
þá „af góðu, íslenzku hestakyni í báðar
ættir.“ Þetta er að vísu gamansaga, og
að sjálfsögðu er margt leyfilegt í gaman-
sögu, en aldrei er þó leyfileg vanþekking
höfundarins á eðli þess, er hann lýsir.
Þriðja sagan heitir „Maðurinn, sem
spilaði fyrir kónginn." Fjórða sagan:
..Tvær konur“. Fimmta sagan: „Ástar-
saga Hallmundar skóara." Engin þessara
Þriggja sagna er sérstaklega umtals verð.
Lesandinn hefur það óþægilega á tilfinn-
ingunni, að efniviðurinn sé ódýrt fenginn,
°g að hagleiksmaður hafi kastað að
Þeim höndum. Um fólkið í sögunum, sem
fólk, er ekki hægt að segja þaö sama og
gerfihestinn ísak, sem hest, því að mann-
skepnan er fyrir „margháttaðar gáfur
sínar“ svo breytileg, og höfundurinn virð-
'st óneitanlega þekkja hana í ýmsum
myndum. En það er óþarft ati kynna
sumt af þessu fólki, enda ekki gert svo
smekklega sem skyldi.
Þá er komið að síðustu sögunni, sem
^er nafnið „Laun dyggðarinnar." Hún
er svo ágæt saga í öllum aðalatriðum, að
hað á ekki við að gera við hana neinar at-
hugasemdir. Hún er afburða góð og skiln-
lngsrík lýsing á skynsömum og tryggum
hundi — og fólki, sem hundurinn fylgir.
Hún er rómantísk og þó raunhæf, falleg
°S ljót, gleðileg og sorgleg. Hún er samin
árið 1943 og hnitmiðuð við viss vanda-
uiál og sorgarefni líðandi stundar á ís-
iandi. Þó er hún alveg óþvinguð af þeirri
hnitmiðun, svo mikið er vald höfundar-
lns yflr anda hennar og efni.
Ef þjóðin hefur ekki gott af því að
horfa í skuggsjá sagna sem þessarar, þá
lærir hún ekki mikið sér til sálubótar af
iistaverkum.
Fyrir þessa sögu veitti úthlutunarnefnd
rithöfundafélagsins höfundinum laun
nokkur. Var þaö vel, — en er auðvitað
getið hér meira til hróss hinni annars
mjög misvitru nefnd, heldúr en höfundi
sögunnar. Sá, sem les „Laun dyggðarinn-
ar,“ hlýtur að óska þess, að Steindór
Sigurðsson skrifi meira. K. K.
Miguel de Cervantes: Don Quixote.
Bókaútgáfa Pálma H. Jónssonar,
Akureyri. Maja Baldvins þýddi.
Hér er um gamla og langfræga bók
að ræða. Höfundur hennar var spánskur,
fæddur árið 1547. Þótti skáldsaga þessi
slíkt snilldarverk, er hún kom út árið
1605, að höfundur hennar varð frægur
maður í einu vetfangi. Síðan hefur bók
þessi farið þvílíka sigurför um heiminn,
að einstakt er talið. Sagt er, að hún hafi
verið þýdd á fleiri tungumál en nokkur
önnur bók, að biblíunni einni undanskil-
inni. Fyrr má nú rota en dauðrota. Haft
er það einnig eftir enska skáldinu Somer-
set Maugham, að riddarinn, Don Quixote,
sé hugþekkasta persóna, sem snilld manns
andans hafi skapað. Þurfum við þá lengur
vitnanna við? Eru þessi ummæli tilfærð
í formála að íslenzku þýðingunni, en
hann er ritaður af Sigurði L. Pálssyni,
menntaskólakennara. Að þessu öllu at-
huguðu fer varla hjá því, að þeir, sem
hafa haft þessar sagnir af bókinni, en
þó ekki komizt í kynni við hana sjálfa
fyrr en nú, hefji lestur hennar með nokk-
urri eftirvænting.
Tilgangur höfundarins með ritun bók-
arinnar mun hafa verið sá, að bregða
upp gamanmyndum af hinum fáránlegu
riddarasögum, er á hans dögum áttu
hinum mestu vinsældum að fagna hjá
alþýöu manna. Gefur að skilja, að bókin