Dvöl - 01.09.1944, Blaðsíða 7

Dvöl - 01.09.1944, Blaðsíða 7
DVÖL 149 í stofuna kom sveitakona með drenghnokka við hönd sér. „Farðu nú, farðu nú,“ sagði hann við Jakov og hleypti í brýrnar. „Þú mátt ekki standa fyrir birtunni — „Ef þér bara vilduð gefa henni þó ekki væri nema blóðsugu, mundi ég alla daga biðja Guð að blessa yð- ur.“ Aðstoðarlæknirinn varð nú æva- reiöur og hrópaði: „Reyndu aö halda þér saman, þorskhausinn þinn.“ Það fauk líka í Jakov, hann roðnaði af geðshræringu, en leiddi svo konu sína burt, án þess að segja orö. En þegar hann var að setjast inn í vagninn; gat hann þó ekki stillt sig um að líta fyrir- litlega upp í glugga sjúkrahúss- ins og segja: „Það eru dálaglegir náungar, sem þarna ráða húsum. Efnamannin- um hefðu þeir vafalaust tekið blóð, en fátæklingunum geta þeir ekki einu sinni hjálpað um eina blóð- sugu, varmennin." Þegar heim var komið stóð Marfa góða stund við ofninn. Hún var hrædd um, að ef hún legði sig, mundi Jakov fara að mögla um sín fjárhagslegu áhyggjuefni og ávíta hana fyrir það að liggja í rúminu í stað þess að vinna. En Jakov horfði bara raunamædd- ur á konu sína og hugsaði um það að á morgun væri Jóhannesar- messan, þá kæmi Nikulásarmessan, síðan- sunnudagurinn og mánudag- urinn væri óhappadagur. Það yrðu þess vegna fjórir dagar í röð, sem hann gæti ekki unnið, og Marfa mundi áreiðanlega deyja einhvern þann dag, það var því nauðsyn- legt að smíða kistuna í dag. Hann tók kvarða sinn; gekk til gömlu konunnar og mældi hana. Svo fór hún í rúmið, en hann signdi sig og byrjaði á smíðinni. Þegar verkinu var lokið, setti Jakov upp gleraugun og skrifaði í viðskiptabókina: „Líkkista handa Mörfu Ivanovnu — 2 rúblur og 40 kópekar." Svo varp hann öndinni fegins hugar. Gamla konan hafði legið hreyfingarlaus allan tímann me?í aftur augun. En um kvöldið, þeg- ar dimmt var orðið, kallaði hún allt í einu á mann sinn. „Manstu eftir því; Jakov,“ spurði hún og leit á hann ljómandi aug- um, „að fyrir fimmtíu árum gaf Gu'ð okkur lítið barn með ljóst og hrokkið hár? Þá sátum við alltaf saman niður við ána undir stóra pílviðartrénu og sungum —.“ Hún brosti dapurlega og bætti við: „En telpan er dáin.“ Jakov leitaði í huga sínum, en gaú hvorki fundið þar litla barnið né pílviðartréð. „Þetta hljóta að vera einhverjir hugarórar," sagði hann svo. Presturinn kom og veitti henni síðustu þjónustu. Eftir það fór
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.