Dvöl - 01.09.1944, Blaðsíða 51
DVÖL
193
til himnaríkis eða niður til helvít-
is. Og hann var alveg ráðþrota.
— Ekki má gefast upp við þetta
vesala mannsbarn. Ég má ekki láta
hana deyja, fyrr en flekkaða sálin
hennar hefur verið hvítþvegin í
blóði lambsins.
Dag nokkurn hugkvæmdist hon-
um að færa barnsmorðið í Betle-
hem í tal við hana. Frásögn hans
var svo ljóslifandi, að hún fekk
stórlega á hann sjálfan. Hann óð
i blóði og sárum barnsgráti, hann
útlistaði þær ægikvalir, sem
krömdu hjartað í brjósti Herodesar.
Þannig væri ódæðismanninum
hegnt, ef hann snerist ekki til
afturhvarfs.
Þá fyrst opnaöi Sesselj a munninn
í návist prestsins.
„Losna ég þá við.að verða háls-
böggvin, ef ég sný til aftur-
hvarfs?“ spurði hún.
Prestinum létti við að komast
loks í samband við hana. Hann
rseddi um muninn á jarðneskri rétt
vísi og himneskri. Hinni jarðnesku
varð ekki um þokað. Hún krafð-
1&t lífs fyrir líf. En á himnurn gat
íafnvel hinn ófyrirleitnasti ill-
vlrki vænzt frelsis og friðsældar.
„Það ætti þá að standa á sama,“
&agSi hún og hnipraði sig saman
1 horninu. Meira gat presturinn
ekki fengið hana til að segja. Og
Það vakti honum enn meiri furðu
Vegna þess, að hann sá greinilega,
aö það var ekki þverlyndi, sem
lokaði vörum hennar. Augnaráðið
var hvorki þvermóðskufullt né
sljótt, heldur einna líkast óttafull-
um kálfsaugum. Eftir þeim að
dæma átti ekki að vera miklum
vandkvæðum bundið að finna veg-
inn að hjarta hennar.
Og presturinn vildi svo hjart-
ansfeginn finna þann veg. Hann
hugsaði með sér, að hún væri eins
og óvita barn, enda þótt hún sjálf
hefði alið barn og gert það sem
verra var. Hann færði henni sæta-
brauð og epli, eins og hann vildi
vinna sér hylli barns. En það kom
allt fyrir ekki. Augnaráð stúlk-
unnar varð reyndar áfjátt við að
sjá hnossgætið, en hún þakkaði
ekki fyrir sig. Og hún snerti ekki
við gjöfunum, á meðan prestur-
inn var hjá henni. Hann var engu
nær.
í húsi prestsins var sonardóttir
hans, lítil tveggja ára táta, og hún
lék sér að brúðu. Hún færði hana
úr og í, hastaði á hana og dillaði
henni, kyssti hana og flengdi. Þeg-
ar hann svo dag nikkurn fór út
að Bygghólmi, var hann með brúð-
una í hempuvasa sínum.
Það var langt til jóla, en eigi
að síður sagði presturinn Sesselju
söguna um fæðingu Jesúbarnsins,
um fjárhúsið, um húsdýrin, sem
hún þekkti heiman frá sér, um
fátæku meyna, sem vafði barmð
sitt í tötra og lagði það í jötu, um
lofsöng englanna og fcgnuð hirð-