Dvöl - 01.09.1944, Blaðsíða 35
Einstœðingur þungum, þoglum tárum
þá mun gráta langar vökunætur.
Vndir bárum blámottlaða disirt
býður hvílu, sem er mér að geðí.
En ef lík mitt frýs hér fast við ísirtn,
fœr það leg í svörtum moldarbeði.
Verða mœtti h enni fró í hörmum
að hlúa að leiði mínu vorkvöld fögur,
þegar blœrinn segir fagrar sögur,
og sólin blessuð þerrar tár af hvörmum.
Magnaði bylurinn meinþrunginn óð.
Marvaðann Grimur í vökinni tróðt
sáttur við örlög sig undir það bjó
við ísinn að frjósa með karlmennsku ró.
Athyglin skerptist, er annarlegt hljóð
sem ör gegnum stormgnýinn smó.
Leitandi út yfir lagarins þök
frá lambi, sem barðist í annarri vök
við hœgfara dauða, kom hljóðið og bað
um hjálp, því að einveran lagðist á það
með skelfingu þess, sem ei þekkir nein rök,
en þjáist á ókunnum stað.
Snögglega viðbragð tók Grímur og gaf
gœtur aö hljóðinu, stakk sér á kaf.
Skammt hafði kafað, er skímu hann sá
og skauzt wpv i vökina lambinu hjá,
er þefaði hári cg enni hans af
með öryggisfögnuð á brá.
Um skeiö eins og buguð stóð áin á önd,
aldrei til lengdar hún þoldi nein bönd,
efldist við hindrun og œstist við tap,
i örvœnting réðst á hið bölvaða krap,
er svignaði í miðju og lyftist við lönd,
því Ijótt var nú árinnar skap.