Dvöl - 01.09.1944, Blaðsíða 6

Dvöl - 01.09.1944, Blaðsíða 6
148 DVÖL móti sjúklingum þann dag, heldur aðeins aðstoðarlæknirinn, Maxim Nikolaitch. Hann var hniginn á efri aldur og allir taæjarbúar héldu því fram, að þótt hann drykki og væri gefinn fyrir ryskingar, væri þó meira trausts að leita hjá hon- um en sjálfum yfirlækninum. „Góðan daginn, herra,“ sagði Jakov, þegar hann leiddi gömlu konuna inn í lækningastofuna. „Fyrirgefið þér, Maxim Nikolaitch, að við erum sífellt að ónáða yður með áhyggjum okkar. Sjáið til, nú er konan mín orðin veik, minn betri helmingur, eins og maður segir, þér afsakið orðalagið." Aðstoðarlæknirinn hnyklaði brýrnar og strauk skeggið meðan hann horfði rannsóknaraugum á gömlu konuna. Hún sat á stól, vis- in og mögur, og mókti. „Já, einmitt," sagði aðstoðar- læknirinn dræmt og stundi við. „Kvefsótt, eða ef til vill annað verra, það gengur taugaveiki í bænum núna. En hvað um það — sú gamla hefur þegar lifað sitt feg- ursta, lofaður sé Drottinn. Hve gömul er hún?“ „Hana skortir aðeins eitt ár til að fylla sjöunda tuginn, Maxim Nikolaitch." „O, jæja — hvað skal segja — þetta er nú þegar orðin löng ævi og tími til kominn að beina hugar- sjónum yfir landamærin." „Áreiðanlega, þér hafið mjög mikið til yðar máls,“ sagði Jakov og brosti hæversklega, „og við erum yður mjög þakklát fyrir vinsemd yðar, en með leyfi að segja, hvert kvikindið hefur þó löngun til lífs- ins —“ „Uss — þvaður,“ greip aðstoðar- læknirinn fram í í þeim tón, að ætla mátti, að undir honum væri komið líf og dauði. „Heyrðu nú, gamli minn, leggðu kaldan bakstur um höfuðið á henni og gefðu henni þessa skammta, tvo á dag — og vertu svo sæll!“ Jakov sá það á andliti hans, að útlitið var alvarlegt, og að engin meðul gátu bjargað. Nú rann það upp fyrir honum, að Marfa hlaut að deyja mjög fljótt, annað hvort í dag eða á morgun. Hann hnippti í aðstoðarlækninn, deplaði öðru auganu og sagði lágri röddu: „Það hefði þurft að taka henni blóð, Maxim Nikolaitch." „Má ekki vera að því, vinur minn, má ekki vera að því. Reyndu nú að koma þér heim á leið með þá gömlu,, í Guðs nafni. — Vertu sæll — vertu sæll!“ „Gerið það fyrir mig,“ sárbað Jakov — ■ ,,Þér vitið þó sjálfur, að væri hún slæm í maganum eða einhvers staðar annars staðar inn- an um sig — þá kæmu henni að haldi dropar og skammtar, en hún hefur ofkælzt og við ofkælingu er örvun blóðrásarinnar aðalatriðið, Maxim Nikolaitch.“ En aðstoðarlæknirinn hafði þeg- ar kallað á næsta sjúkling, og inn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.